Ég kíki bara í sögubókina mína: "Eins og áður sagði (kafli I.14) voru Vestgotar fyrstir germanskra þjóða til að ráðast inn í Rómaborg, árið 410. Þeir eru taldir upprunnir við Eystrasalt og er eyjan Gotland nefnd sem upphafsstaður þeirra. Þeir bjuggu lengi í austurhluta Evrópu, en tóku sig upp vegna þrýstings innrásarþjóða úr austri [sem voru held ég Húnar] og hröktust um Balkansskaga og til Ítalíu, þar sem þeir réðust á Rómaborg. Svo héldu þeir áfram til Spánar þar sem þeir settust loks að...