Ó guð segi ég nú bara. Þannig er mál með vexti að á þessum tíma sem ég og kallinn höfum verið saman hefur honum dottið í hug að fara í björgunarsveit. Allt í lagi með það hugsaði ég. En svo þegar hann sagði mér fyrir svona ári síðan að í þetta færu 2 helgar á MÁNUÐI í að ferðast og læra!!:/ ég fékk bara sjokk þar sem fyrir ári bjó ég ennþá heima hjá foreldri og sá hann bara um helgar. Hann pældi svo ekkert meir í því og lét aldrei verða af því að kíkja á kynningu. Svo núna kom hann heim áðan og sagði að hann ætlaði aðeins að kíkja með vini sínum á kynningu hjá björgunarsveit. og ég kíkti inn á síðnua hjá henni og sá þar á plani einmitt mjög margar ferðir fyrir nýliða eða hvað sem það kallast.

Ég er skíthrædd um að hann verði aldrei heima ef hann fari í þetta og hafi svo mikin áhuga á þessu að þetta á eftir að verða hans líf. Þetta er auðvitað roslalega gaman en hann hefur vinnu, bíl, vini, íbúð, kærustu og hund og hefur engan tíma í þetta. Ég er að kvarta undan tímaleysi eins og hlutirnir eru núna og hvað þá þegar hann varður burtu helmingin af okkar frítíma á mánuði?

Ég skil að hann vilji fá útrás og skemmta sér en hann tók þá ákvörðun að byrja líf með mér, kaupa hund, kaupa íbúð, taka meira próf og byrja í nýrri vinnu. Allt þetta ákváðum við í sameiningu og ég verð virkilega sár ef hann ákveður að taka þennann tíma frá okkur.

Ef tíminn væri endalaus og hann væri á lausu þá væri mér auðvitað slétt sama en þetta verður flókið ef hann ákveður að gera þetta.

Kannski er ég að mála skrattann á vegginn þar sem hann er á kynningu NÚNA en mér kæmi ekki mikið á óvart þó hann myndi gera þetta .

Hvernig er þetta?..kannast einhver við þetta og ef það eru einhverjir duglegir björgunarsveitarmenn þarna þá endilega hafið samband:)


Bætt við 13. september 2006 - 20:48
það er svo margt sem hægt er að gera sem tekur ekki svona mikin tima og undanfarið er hann farinn að ýkja svolítið mikið. Kaupa sér rándýran, fjarstýrðan bíl og svo þetta og allt hefur þetta tekið soldin tíma frá okkur. Ég hef ekkert á móti því að hann skemmti sér, ekki misskilja mig þar. Eins og fara í tölvuna og vera með vinum ef hann getur farið milliveg en það er að takast illa núna og hvað þá ef þetta verður að veruleika.