Vinur minn er í 10. bekk í skóla í Kína. Rosalega skrítið að heyra hvernig lífið er allt öðruvísi þarna. Reyndar er skólinn hans ekki alveg eins erfiður og það sem þú lýsir. Samt skrítið … Ég hef reyndar aldrei verið neitt sérstaklega óánægð með skólann. Jú, mér finnst að það mætti bæta kerfið eins og í öðrum svipuðum löndum (við erum nú ein af þeim þjóðum sem er best að búa í, við ættum að hafa skóla í samræmi við það) Ég er líka fegin að maður fær að fara í skóla. Það eru ekki allir sem geta það.