Ok, ég geri mér grein fyrir því að ekki eru allir með sama smekk á sjónvarpsþáttum og ég, en ég verð samt aðeins að nöldra yfir bróður mínum.

Hann er 2 árum yngri en ég, semsagt 12 ára. Ég geri mér grein fyrir að fyrir 2,3 árum var ég líka með lélegan smekk á sjónvarpi en þetta er nú ekki alveg eðlilegt..! (eða hvaaað? :/ )
Ég búin að svæfa litla-litla bróður minn og þegar ég kem niður í stofu er eldri-litli bróðir minn að horfa á imbann.
Ok.
Ég bara kurteis og leyfi honum að halda fjarstýringunni. (hvernig er málshátturinn, vægir sem vitið hefur meira ;) )
Allavegana.. Hann segist ætla að horfa á KING OF QUEENS & svo BONES!
ErEkkiAlltÍLagi?!

Talandi um lélegt sjónvarpsefni! Ef það er ekki ástæða til þess að fara í tölvuna þá veit ég ekki.

Geri mér grein fyrir að þetta er ruglingslegt og leiðinlegt eeen.. ég varð!

Takk fyrir mig og mitt nöldur.