Staða þungaviktarinnar!!! Á undanförnum vikum hafa orðið ansi dramatískar breytingar á titilhöfum í þungaviktinni. Mér datt í hug að koma með smá yfirlit og reyna að hvetja til umfjöllunar.

Í dag eru titilhafar eftirfarandi (fyrsta sæti sambandanna í sviga):
WBC – Lennox Lewis (Vitali Klitschko)
WBA – Roy Jones jr. (Vitali Klitschko)
IBF – Chris Byrd (laust sæti)
WBO – Corrie Sanders (David Tua)

Eins og allir vita þá er það auðvitað Lennox Lewis sem er talinn óumdeildur meistari þrátt fyrir að vera aðeins með eitt belti. Hann var missti WBA beltið af því að hann neitaði að berjast við John Ruiz og IBF beltið því hann taldi Chris Byrd ekki heldur verðugan andstæðing.

Þetta eru helstu “players” í viktinni og staðan á þeim í dag:

Lennox Lewis
Hefur sannað sig sem einn besta þungaviktara allra tíma, gæti hætt með sæmd í dag. Mun líklega reyna að græða smá á Tyson áður en hann gerir það. Mun líklega ekki berjast við Vitali.

Roy Jones jr.
Fyrrverandi milliviktarmeistarinn sem náði sér í titil í þungavikt á sér val fyrir höndum. Annaðhvort að fara í Holyfield, Byrd eða einhvern annan í þungavikt eða létta sig aftur. Ég vona hið fyrrnefnda en hann er bara að biðja um of mikla peninga, það á aldrei eftir að gerast.

Wladimir Klitscko
Átti að vera erfingi hásætisins þar til Sanders bombaði hann um síðustu helgi. Þarf að byggja sig upp nánast frá grunni. Er þó aðeins 27 ára.

Vitali Klitscko
Tap bróðurs hefur slæm áhrif á hans stöðu þar sem Wlad var alltaf talinn betri. Hlýtur þó að fá tækifæri á að berjast um titili þó að hvorki Lennox né Roy vilji fara í hann.

Evander Holyfield
Gamli stríðshundurinn sem neitar að hætta stóð sig vel á móti Rahman en sýndi elli á móti Byrd. Hann gæti náð í titil miðað við ástandið á viktinni en hann mun aldrei verða óumdeildur aftur eins og hann dreymir um.

Mike Tyson
Er á enda skrautlegs ferils. Þó eins og Holyfield gæti náð í titil á móti titilhöfum á borð við Sanders. Stefnir í aðra barsmíði frá höndum Lewis. Ætti að hætta en vantar peninga og kann ekkert annað.
Corrie Sanders
Þessi S-Afríkani kom bókstaflega out of nowhere. Hann er orðinn 37 ára en gæti samt komið á óvart aftur. Oðrinn svona hálfgerð þungaviktarútgáfa á Ricardo Mayorga.

David Tua
Eftir tap á móti Lewis og Byrd er The Terminator kominn aftur með sigrum á Michael Moore og Fres Oquendo. Mun næst berjast (aftur) við Hasim Rahman um mandatory sætið hjá IBF. Þó að það sé hægt að útboxa hann mun hann alltaf vera hættulegur. Tap gæti haft áhrif á stöðu hans á WBO listanum.

Hasim Rahman
Var hálf niðurlægður á móti Holyfield en fær tækifæri til að koma sér á sporið á móti Tua. Á eftir að lifa á sigrinum á Lewis ansi lengi.

Fres Oquendo, Jameel McCline, Michael Grant, Kirk Johnson………………
Það er aragrúi af B og C boxurum sem munu alltaf vera í myndinni en verða líklega aldrei neitt. Nú væri góður tími fyrir einhvað nýtt prospect að koma fram eins og t.d. Audley Harrison. Sé það varla gerast þó.
Þungaviktin á líklega eftir að vera í molum á næstu árum. Ef við förum tvö ár fram í tímann þá verða hugsanlega Lewis, Tyson og Holyfield hættir. Roy Jones verður búinn að létta sig eða leggjast í helgann. Klitscko bræðurnir verða líklega valdamiklir en við erum nú búin að sjá að þeir eru engar goðsagnir.

Hálf sorglegt, eða hvað?
Hvernig mynduð þið vilja sjá þetta þróast á næstu mánuðum og árum?