Léttu kallarnir geta líka rokkað!! Ég ætla rétt svo að dreypa á þeim minna þekktum bardögum sem verða á næstunni. Þetta eru bardagar sem mér finnst áhugaverðir en er ekkert víst að Sýn sýni. Þetta eru jú léttu kallarnir og þeir þurfa að sætta sig við minna en þeir stóru, þrátt fyrir að vera oftast með betri hnefaleika.
Mér er alveg sama hvað Sýn segjast oft vera besta íþróttastöð landsins, þeir sýna of lítið box og þessi stöð er alltof dýr. Þurfti bara að létta aðeins á mér þarna.

Hér kemur þetta og auðvitað fylgja óumdeilanlegar spár með :-)

9. ágúst - Acelino Freitas (33-0) vs. Jorge Barrios (39-1-1)
(WBA & WBO Jr. Lightweight beltin)

Freitas sannaði að hann er fremstur meðal jafningja þegar hann sigraði Casamayor um árið. Samsetning af rosalegum höggþunga og vanmetnum boxhæfileikum gera hann að einum skemmtilegasta boxara í heimi. Barrios verður erfiður andstæðingur en ég hef trú að Brasilísku eimreiðinni.
Spá: Freitas á síðbúnu KO.

10. ágúst - Oscar Larios (49-3-1) vs. Kozo Ishii (31-3)
(WBC Jr. Featherweight beltið)

Larios sannaði sig á móti Jorrin og er einn af þeim bestu úr stóð Oscar De La Hoya. Þessi ætti að vera fjörugur, við fáum því miður líklega ekki að sjá hann.
Spá: Larios KO eftir ca. 5 lotur.

15 ágúst - Sirimongkol Singmanasak (40-1) vs. Jesus Chavez (39-2)
(WBC Jr. Lightweight beltið)

Chavez skorar aftur á titil eftir tapið á móti Mayweather og það verður spennandi að vita hvort hann nær titlinum af Asíubúanum.
Spá: Singmanasak á stigum.

16. ágúst - Juan Manuel Marquez (40-2) vs. Derrick Gainer (39-5-1)
(IBF & WBA Featherweight beltin)

Marquez er best falda leyndarmálið í fjaðurviktinni og ég held að hann eigi góðan séns í bæði Morales og Barrera. Hinsvegar er ég orðinn þreyttur á Gainer þó ég geri mér grein fyrir að hann býr yfir miklum hæfileikum.
Spá: Maquez KO í 2 lotum (vonandi).

16. ágúst - Fernando Montiel (26-0-1) vs. Mark Johnson (41-3-0-1)
(WBO Jr. Bantamweight beltið)

Motiel er talinn sá besti í sínum flokki. Ætti að vera áhugavert hvort hann getur endurtekið leik Rafael Marquez á móti Mark “Too Sharp” Johnson.
Spá: Montiel á stigum.

23. ágúst - Laila Ali (15-0) vs. Christy Martin (45-2-2)

Ég held bara að þetta sé stærsti kvennabardagi frá upphafi. Spurningin er, hvort vegur þyngra reynsla eða þyngd, ég skýt á þyngd.
Spá: Ali á stigum.

4. október - Erik Morales (44-1) vs. Guty Espadas (37-5)

Þessir börðust áður blóðugt stríð þar sem Morales vann umdeildan sigur. Spurning hvort hann endurtekur leikinn?
Spá: Morales sannfærandi á stigum.

4. október - Carlos Hernandez (39-3-1) vs. Steve Forbes (23-1)
(IBF Jr. Lightweight belt)

Forbes tapaði titlinum á viktinni og er kominn til að endurheimta hann.
Spá: Hernandez KO eftir 10 lotu.

4. október - Joel Casamayor (29-1) vs. Diego Corrales (37-1)

Þessi ætti nú að vera um belti en er það ekki. Props til beggja að taka þessa áhættu. Það er erfitt að gera upp á milli svona snillinga en ég held að Casamayor geti ekki endurtekið leik Mayweather og skýt því á að Corrales saxi hann niður.
Spá: Corrales KO seint.

Þá er það komið.