Framundan í boxinu.... Það stefnir allt í frekar rólega daga framundan í boxinu. Það virðast vera smá tímamót í boxinu núna, Tito að hætta og örugglega Lewis bráðum líka. Ég ætla að dreypa aðeins á þeim helstu bardögum sem verða á næstunni og koma með grófar spár. Endilega komið svo með ykkar 2 cent.

13. júlí Zab Judah (27-1) vs. Omar Weiss (35-3-3)

Judah kemur aftur eftir tapið á móti Kostya Tszyu. Spurningin er hvernig hann er á sig kominn í kollinum eftir þetta. Hann er að berjast við reyndan mann sem á möguleika á sigri ef hann er ekki on top of his game. Ég held samt að Zab hljóti að taka þetta á endanum.
Spá: Judah á stigum (mun líta illa út)

20. júlí Vernon Forrest (34-0) vs. Shane Mosley (38-1)

Það er varla enginn búinn að gleyma hvernig fyrri bardaginn fór þegar Forrest vann örugglega á stigum. Spurningin er hvort þessi skalli í annarri lotu hafi valdið því að Mosley var ekki hann sjálfur, ég held að það sé bara afsökun en við sjáum til.
Ég held að Vernon sé einfaldlega með stílinn til að vinna Mosley og að hann myndi vinna sama hversu oft þeir berðust.
Spá: Forrest á stigum aftur (næstum algjör endurtekning á fyrri bardaganum)

27. júlí John Ruiz (37-4-1) vs. Kirk Johnson (32-0-1)

Eru ekki allir komnir með leið á John Ruiz eftir þessa Holyfield þrennu. Hann var bara heppinn að fá sigurinn í síðasta bardaganum og þarf að vera í mun betra formi en það til að vinna Kirk Johnson. Johnson er einn af spurningamerkjunum í þungaviktinni, ég held persónulega að hann sé ofmetinn en samt nógu góður til að taka Ruiz, Kirk er yfir (3-1) í veðbönkunum. Mér er satt að segja skítsama hver vinnur, hvorugur þessara manna á séns í Lewis eða Klitschko.
Spá: Johnson á síðbúnu rothöggi

27. júlí Larry Holmes (68-6) vs. Eric “Butterbean” Esch (65-2-3)

Hverjum er ekki sama.

Svo er bara ekki neitt að viti í ágúst (held ég)

14. september Oscar De la Hoya (34-2) vs. Fernando Vargas (22-1)

Það verður gaman þegar þessi tveir berjast loksins. Það væri frábært ef Vargas myndi vinna en ég bara sé það ekki gerast, því miður. DLH mun útboxa Vargas en þetta verður samt spennandi fram á síðustu sekúndu.
Spá: DLH á stigum

5. október Floyd Mayweather (29-0) vs. Jose Luis Castillo (44-5-1)

Pretty boy Floyd var heppinn síðast að fá úrskurðinn, spurning hvort hann verði það aftur. Það eru góðar líkur á að Mayweather hafi haft bara slæmt kvöld og mun taka þetta sannfærandi næst en Castillo er ansi erfiður viðureignar. Hann vann Stevie Johnston tvisvar og rotaðu Cesar Bazan. Hann er líkamlega stærri og sterkari, hefur höggþunga og getur boxað. Ég held með Floyd en hann á erfiðann róður framundan.
Spá: Mayweather á stigum (split decision).

Jæja, verið ófeimnir/nar við komment.