Mi Vida Loca Ég ætla að fjalla aðeins um hinn litríka og fjórfalda heimsmeistara Johnny Tapia (52-3-2-27) frá Albuquerque, New Mexico. Þessi kappi hefur lifað af hremmingar sem myndu senda flesta menn beint á klepp, enda ekki að ástæðulausu að hann kallar sig mi vida loca sem þýðir mitt geðbilaða líf.

Faðir Johnny var myrtur áður en honum var ungað út úr móðurkviði árið 1967. Móðir hans ól hann því upp ein þar til einn dag þegar henni var rænt. Þeir hroðalega viðburðir sem áttu sér stað er varla frásögum færandi en henni var nauðgað, svo var hún hengd og stungið 22 sinnum með skærum og skrúfjárni. Þrátt fyrir allt þetta dó hún ekki strax heldur náði að skríða í gegnum foraleðja upp á vegarkant þar sem hún fannst og var flutt á sjúkrahús. Tveir dagar liðu þar til borið var kennsli á hana og öðrum tveimur dögum síðar lést hún. Johnny fékk aldrei að heimsækja hana til að kveðja, hann var átta ára.

Amma Tapia ól drenginn upp eftir andlát móður hans og um níu ára aldur fór hann að stunda hnefaleika. Eftir glæsilega áhugamannaferil (101-21-65) gerðist hann atvinnumaður árið 1988. Gott gengi í hringnum leiddi að peningum og frægð sem á endanum leiddi að kókaín fíkn. Johnny lenti oft í kast við lögin og þurfti að dvelja ófáar nætur í steininum. Þegar hann átti loksins séns á að skora á heimsmeistara var hann settur í bann vegna lyfjanotkunar í þrjú ár. Á þeim árum lést Johnny Tapia næstum í þrígang vegna ofnotkunar á eiturlyfjum.

Stuttu síðar hitti hann Teresu Chavez sem hann sannfærði til að giftast sér, hún varð einnig umboðsmaður hans. Teresa fékk Tapia til að hætta í eiturlyfjunum eftir mjög stormasamt tímabil. Nú var kominn tími fyrir Johnny að snúa sér aftur að hringnum.

Johnny Tapi vann sinn fyrsta titil árið 1994 með þriðju lotu rothöggi á Oscar Aguilar. Þetta var WBO super flyweight beltið og það varði hann 13 sinnum áður en hann þyngdi sig upp. Í einum af stærstu sigrum hans vann Tapia IBF beltið af Danny Romero árið 1997.
Árið 1999 kom fyrsta tapið á ferlinum á móti Paulie Ayala í bardaga sem Ring taldi bardaga ársins. Úrslitin voru umdeilanlega, enda bardaginn jafn. Það sama má segja um rematchið en úrslitin fóru á sama veg.
Tveimur árum síðar sigraði Tapia Manuel Medina og hampaði IBF fjaðurviktartitlinum.
Í sínum síðasta bardaga tapaði hann á móti einum þeim besta í faginu, Marco Antonio Barrera, enda Tapia orðinn gamall og slitinn eftir misnotkun á líkama sínum.

Ef litið er yfir ferilinn, 14 ár, 3 töp á móti þeim bestu seint á ferlinum, 2 af þeim umdeilanleg, 4 titlar, 3 þyngdaflokkar, er augljóst að um er að ræða einn rosalegasta boxara síðustu ára. Þegar hann var upp á sitt besta gat nánast enginn snert hann.


Heimildir:
http://www.johnnytapia.com/
htt p://www.boxrec.com/boxer_display.php?boxer_id=001160
h ttp://news.bbc.co.uk/sport1/hi/boxing/1533687.stm