Á Hasim Rahman séns? Hasim “the Rock” Rahman mun berjast við Lennox Lewis þann 21. apríl í Afríku. Rahman er enginn aumingi en spurningin er hvort hann eigi séns í bresk/kanadíska tröllið. Það eru nokkur atriði sem benda til þess að Rahman verði ekki eins auðveldur og Golota, Botha og Grant. Ég ætla að kíkja á þetta.

Rahman hefur reyndar tapað tvisvar.
Í fyrsta skipti var það á móti David Tua. Í þeim bardaga stjórnaði Rahman bardaganum næstum jafn vel og Lewis gerði um daginn á móti Tua. Seint í bardaganum náði Tua að vanka Rahman með höggi eftir bjöllu. Rahman fékk ekki að jafna sig og var rotaður í byrjun næstu lotu.
Hitt tapið var á móti Oleg Maskaev. Í þeim bardaga vanmat Rahman andstæðinginn og var rotaður illa (alveg eins og Lewis lenti í á móti Oliver McCall).
Ég er ekki að reyna að koma með afsakanir fyrir hann en mér fannst Tua bardaginn ósanngjarn og Maskaev bardaginn í raun óheppni. Maskaev er mega höggþungur.

Rahman hefur ekki sigrað neinn af svona stóru kaliberi en hann hefur samt marga góða sigra á bakinu. Rahman er með mikla reynslu. Hann er hugraður í titil og viðurkenningu. Hann er tæknilega takmarkaður en hugurinn getur borið mann hálfa leið.

Bardaginn er í Jóhannesarborg í Afríku og Rahman mætti þangað fyrir löngu til að venjast þunna loftinu sem getur haft mikil áhrif á íþróttamenn. Lewis er hinsvegar búinn að vera ískyggilega rólegur og er bara að leika í Hollywood myndum og horfa á vin sinn prinsinn vera barinn og fleira. Hann kom alltof seint til Afríku að margra mati og er að spá rothöggi í nokkrum lotum. Hann hefur verið að hætta við einstaka æfingar. Hann talar meira um Tyson en næsta bardaga sinn sem er mikið hættumerki.
Lewis er 16 pundum þyngri en hann hefur nokkru sinni verið áður.

Hann er s.s. að taka Rahman alltof létt.

Líkurnar eru opinberlega 20-1, en ég held að Rahman eigi meiri séns en það.

Eitt enn. Lewis gengur alltaf miklu verr á móti þeim sem eiga að vera auðveldir fyrir hann heldur en þeim sem hann á að stúta.

Hvað finnst ykkur?