Prinsinn Bar-inn, eða hvað? Næstkomandi laugardag mun prinsinn berjast við Marco Anotonio Barrera. Þetta er bardagi sem menn hafa beðið eftir í fjölda ára en hann kemur nú í raun á besta tíma.
Það má segja það að bæði prinsinn og Barrera eru báðir á hátindi ferils síns bæði aldurslega séð og hæfileika lega séð. Hvorugur hefur náð þrítugsaldri og báðir þykja aldrei hafa verið betri en einmitt núna.

Þrátt fyrir mikla gagnrýni þá hefur prinsinn barist við heilan aragrúa af heimsmeisturum í gegnum tíðina og stútað þeim flestum. Þar má nefna Steve Robinson, Manual Medina, Tom Johnson, Kevin Kelley, Wilfredo Vasquez, Paul Ingle, Vuyani Bungu og fleiri. Ansi stór nöfn, en almúgurinn vill fá Barrera og Erik Morales.

Marco Antonio Barrera hefur ekki eins glæstan feril. Stærstu nöfnin á honum eru Kennedy McKinney, Junior Jones og Erik Morales. Af þeim vann Barrera bara McKinney. Í raun eru öll töpin mjög umdeild en þau eru töp engu að síður.

7. apríl:
Prinsinn er höggþyngri, hraðari og hæfileikaríkari en Barrera. Marco er harðhaus sem gefst aldrei upp sama hvað á stendur og mun leggja rosalega pressu á prinsinn sem hefur reynst árgngursríkt hjá öðrum í gegnum tíðina. Prinsinn hefur oft farið í gólfin en eins of Tito hefur hann alltaf staðið upp og klárað andstæðinginn.
Ég held að bardaginn verði spennandi og skemmtilegur en ég spái því að prinsinn vinni á stigum. Hann hefur sagt að hann ætli að rota Barrera en ég held að það sé hæpið, annars veit maður ekki þar sem Barrera þarf að éta mikið ef hann ætlar að komast inn í prinsinn. Það stefnir allt í classic.