Shane Mosley mundar hnefana Á laugardaginn mun sjálfur Shane Mosley verja WBC veltiviktartitil sinn á móti Shannan Taylor. Ég hef aldrei séð Taylor berjast en miðað við það sem hefur verið skrifað um hann ætti þetta að verða hörku bardagi. Taylor er ósigraður en reyndar með 1 jafntefli (1996) á móti einhverjum Corey Johnson sem ég hef aldrei heyrt um. Hann er með 20 rothögg og er víst hraður, höggþungur og banhungraður í titil. Taylor hefur ekki fyrr skorað á heimsmeistara og segir að menn hafi forðast sig eins og klaufaveiki í mörg ár.

Hvort Taylor á séns í Mosley er svo annað mál. Mosley er ekki bara besti veltiviktarinn heldur besti boxarinn pund fyrir pund að mínu mati. Hann er í besta formi ævi sinnar og lofar topp frammistöðu.
Þetta ætti sem sagt að vera góður bardagi.
Ég spái því að Shane roti Shannan í 6. lotu. Einhver mótmæli?