Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Hlynur
Hlynur Notandi frá fornöld Karlmaður
254 stig

Re: Sorglegt!

í Grafísk hönnun fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Jamm, það var nú lítið að þakka. Ég er, hins vegar, að gefast upp á huga.is Það verður að segjast eins og er að ég er afar hissa og óánægður með það andvaraleysi sem virðist einkenna yfirstjórn hér á þessum vef. Hér ráfa draugar yfir “grafík-vötnumun” og þó að áhugasamir einstaklingar vilji bretta upp ermar og gera eitthvað til að lífga upp á grafík-hornið, þá er þeim ekki einu sinni svarað! Hefur þetta lið eitthvað betra að gera en svara áhugasömu fólki, mér er spurn? Fari þeir þá bara...

Re: Einn villtur...

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Frábær saga :) Maður hefur heyrt alveg ótrúlegar ferðasögur af hundum, köttum og hestum. Það er alveg með eindæmum hvað þessi dýr eru sniðug að rata. Þau hljóta að vera með innbyggða landakortabók! Það er merkilegt að sum gæludýr skuli bindast heimahögunum sterkari böndum en eigendum sínum. Það er þó rosalega einstaklingsbundið. Kv., Hlynu

Re: Kötturinn Pétur

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Alveg er ég viss um að hann Pétur er giftur einhverri vesturbæjar-læðunni, búinn að stofna heimili, og kominn með fullt af krökkum. Hann er bara svona sjálfstæður kallinn!

Re: Sagan af Týra.

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Sem betur fer eru dýravinir um allt sem standa sig í stykkinu þegar þörf krefur. Skemmtileg saga hjá þér. P.s.: Bið að heilsa Týra.

Re: Sorglegt!

í Grafísk hönnun fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ætli hann eigi ekki við þá sem ráða, hér á huga. Ég hugsa það ;)

Re: Sorglegt!

í Grafísk hönnun fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þá kalla ég þig bara kjánaprik. Eitthvað verð ég að kalla þig, hestastelpa :) Kv., OFURGRALLARINN

Re: Sorglegt!

í Grafísk hönnun fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Já þú segir það, Kreoli. Það er auðvitað ákvörðun Vefstjóra hvort hann/hún telur að betra sé að láta grafík-hornið lognast út af, eða þá að leyfa nýju fólki að komast að. Annars finnst mér það dónaskapur að svara ekki áhugasömu fólki. Það hef ég eftir henni móður minni. Hún sagði mér að það að hundsa fólk væri dónaskapur og ég trúi henni, sko. Jæja, en hann/hún um það blessaður/blessuð!

Re: Sorglegt!

í Grafísk hönnun fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Jamm og jæja Skottulingur (hmm, eitt gælunafnið enn!) Já, ég kalla þig bara Skottu. Það er svo stutt og laggott, létt og laggott, hehe… …svo gæti ég líka kallað þig bullu-Skottu eða bullukollu, en það er svo ljótt! Nei, Skotta er fínt, ég kann vel við það. Farðu nú að hreinsa búrið hjá kanínukrílunum þínum, en þú ert kannski bara búin að gera það? Kveðja, Hlynsa-strákur P.s.: Vel snyrtar og hreinar kanínur eru glaðar kanínur! Sama á reyndar við um hestalinga og voffalinga.

Re: Sorglegt!

í Grafísk hönnun fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þú ert nú bara kjána-prik :) Grafík er sko ekki leiðinleg, þ.e.a.s. ef maður hefur áhuga á svoleiðis. Þú ert bara hestastelpa og kanínustelpa. Finnst þér ekkert gaman að teikna, hmmmmm..? Kv., Hlynsi OFUR-grallarakall. P.s.: Ég er viss um að þú ert með fléttur eða tagl, af því að þú ert svona hestastelpa, hehe… ;o)

Re: Sorglegt!

í Grafísk hönnun fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Svo finnst mér það furðulegt, að Vefstjórinn hefur ekki einu sinni talið það þess virði að svara umsókn minni. Afar sérkennilegt. Ég hef verið að lesa greinar hér og mér sýnist fólk þurfa að leggjast á fjóra fætur og væla, til þess að fá “admin” réttindi. Það mun ég ekki gera. Mér finnst það fáránlegt að þessu sé þannig farið. Einhver sagðist hafa fengið “admin” réttindi eftir að hafa sent inn fjölda umsókna. Nei, annað hvort er manni svarað í fyrstu atrennu, eða ekki.

Re: Villiköttur - Gæludýr

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þú ert sko heppin grallara-skotta (það er enn betra gælunafn á þig, hehe…)að eiga svona stóran dýragarð. Einu sinni átti pabbi minn fullt af hestum og þá átti ég líka part í dýragarði, en núna er ég bara með hana kisu litlu. Hún er svo blíð og góð að hún dugar mér alveg. Þetta var sko þegar ég var svona grallara-strákur. Núna er ég bara grallari, eða kannski bara grallara-kall :) Kveðja, Hlynsi grallara-kall. P.s.: Já, ég bið sko að heilsa öllum í dýragarðinum þínum. Kysstu þau öll á...

Re: Villiköttur - Gæludýr

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það er nefnilega þannig, sko, að svona grallara-stelpur (eins og ég er viss um að þú ert) eru oft nefndar Skotta. Þetta er vel meint, sko! Já, það er voðalega hollt að vera hæfilega mikill bullari. Það er svona vítamín fyrir sálina, hehe… Kveðja, Hlynsi kallinn. P.s.: …en svo heiti ég auðvitað ekki Hlynur. Þetta er dulnefni, sko! P.p.s.: Bið að heilsa öllum krílunum í dýragarðinum þínum, Skotta mín :)

Re: Hún Skotthildur Guðmundsdóttir

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Flottasta barnapía sem ég hef heyrt um. Skemmtileg saga hjá þér guðný89 :)

Re: Villiköttur - Gæludýr

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Grímsla: Þú ert nú meiri skottan, eða skottukellingin! :) Ahaaa, nú er ég komin með gælunafn á þig. En, ég var sko nefnilega að svara hombre en ekki þér. Hélstu að allt sem ég skrifaði væri prívat til þín skottukelling? Þú ert nú barasta eitthvað klikk! (Nei djók!) Tí, hí, hí…

Re: Villiköttur - Gæludýr

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Já, þetta er rétt hjá þér! Þetta var klaufalegt hjá mér, hehe… Auðvitað átti þetta að vera “Sæl og blessuð kisa mín…” Sko, ég tala bara kisumál við hana og þó að ég geti talað kisumál, þá kann ég ekki að þýða það yfir á Íslensku. Ég fór aldrei í kisuskóla nebblea! ;o) Jarpakall, ég fýla það í ræmur, hehe… Ég sé þig fyrir mér opna hurðina á hesthúsinu og segja: “Jæja, Jarpakall, hvernig hefurðu það í mjöðminni í dag! Villtu lýsi eða köggla á þessu yndislega nóvemberkveldi? Segðu nú alveg satt...

Re: Villiköttur - Gæludýr

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Sko, ég segi alltaf: Nei, komdu nú sæl og blessuð köttur sæll, gaman að sjá þig á þessu dásamlega haustkveldi“. Nei djók! :) Ég segi bara ”mjá", hehe…

Re: Villiköttur - Gæludýr

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hæ grímsla :) Nei, og mér finnst það ekki rétt. Hún á sitt líf og það gleður mig að fá að vera vinur hennar. Hún er bara kisa, falleg og elskulegur vinur, þær stundir sem við eyðum saman í hverfulum heimi. Við veitum hvort öðru hlýju og virðingu á meðan tími gefst til. Er ég ekki klikkaður, ha?

Re: Villiköttur - Gæludýr

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
“Sí Hombre”, “det er nu det…” (Spænska og Danska í sömu setningu, hehe…)! Sko sjáðu til, það er atferlisfræðin sem skiptir mestu máli í sambandi við hegðun manna og dýra. Líffræðileg uppbygging hefur lítið með atferli að gera nema að því leiti sem líkamleg bygging setur hegðun skorður, sbr. að menn geta ekki flogið því náttúran gefur þeim ekki kost á því. Ljón og kettir, annars vegar og menn og apar, hins vegar; margt sameiginlegt og í sömu andrá ótalmargt ólíkt. Það rann upp fyrir mér hvað...

Re: Villiköttur - Gæludýr

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Grímsla, ef að hundurinn þinn er besti vinur þinn, þá er það frábært! En hundar eru undirgefnir húsbónda sínum. Kettir eru sjálfstæðir og mæta manninum á eigin forsendum. Þeir myndu aldrei láta berja sig til hlýðni, án þess að ég sé að segja að eigendur hunda geri það almennt. Ég er bara að tala um muninn á þessum skepnum. Það er þessi grundvallarmunur á köttum og hundum, sem ég er að tala um; sjálfstæði og undirgefni. Annars eru þetta bara svo ólík dýr og fólk velur það sem hentar því.

Re: Guð eða ekki Guð

í Heimspeki fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þú ert nú meiri kjánakallinn, nei segi bara svona (þú gefur færi á þér, hehe… :) Fögur mynd sem þú aðhyllist en því miður á hún sér ekki stoð í kristinni trú. Guð elskar þá sem valið hafa að fylgja honum en hann fyrirlýtur þá sem það ekki gera. Þeir eru glataðir og munu farast á hinsta degi, nema þér sjái að sér í tíma. Ég er efasemdamaður og get ekki fellt mig við kristna kirkju. Þessi staðreynd, að Guð Biblíunnar elskar mannkynið á skilyrtan hátt, er ein af aðalástæðunum fyrir því að ég...

Re: Leyndarmál

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
já þetta er vel ort ljóð. Skorinort en efnismikið. Flott Hildur.

Re: Ég vil frekar eiga hund

í Hundar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég er nú bara orðlaus yfir þessum tepruskap í þér rebs! Úr hvaða heimi kemur þú eiginlega? Veistu hvaðan kjötið er sem þú borðar, þ.e.a.s. ef þú borðar þá kjöt. Kynntu þér aðeins betur eðli lífvera og reyndu að skilja það áður en þú talar eins og manneskja í “sterílum” heimi, umvöfnum í “sellofan” plast. Þvílíkt og annað eins!!!

Re: Villiköttur - Gæludýr

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Skemmtileg saga click :) Eitt sem ég hjó eftir, þetta með að kötturinn þinn þoldi illa snöggar hreyfingar. Það er nefnilega sama upp á teningnum með læðuna sem er farin að búa hjá mér. Ég passa mig að fara varlega að henni greyinu. Já, það er einhver notaleg tilfinning að finna að villliköttur fær á manni traust. Manni finnst einhvern vegin að maður sé að sýna blessaðri skepnunni að mannfólkið þurfi ekki að vera alslæmt :)

Re: Ljóð?

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ja, ég segi fyrir mína parta að ég fagna allri sanngjarnri og uppbyggilegri gagnrýni. Ég er reyndar nýr hér á vefnum, og hef aðeins sent inn tvö ljóð, en hef ekki fengið gagnrýni hingað til. Aðeins klapp á bakið sem er auðvitað gott í sjálfu sér en dugar skammt til að bæta sig. Ég tel mig ekki hæfan til að stunda faglega gagnrýni sjálfan. Það stafar af kunnáttuleysi. Þeir sem hafa þjálfun til, eins og þú virðist hafa, ættu ekki að láta það á sig fá þó að þeir verði fyrir skítkasti. Það...

Re: Ég vil frekar eiga hund

í Hundar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það er svo sem skiljanlegt að megnið af mannfólkinu, sem er alltaf að fjarlægjast náttúruna meir og meir með líferni sínu, skuli vera að væla yfir því þó rándýr eltist við bráð sína. Eðli lífvera er greipt í erfðaefni þeirra og tilgangslaust að vera að fjargviðrast yfir því. Kettir munu ávallt eltast við fugla og önnur smádýr. Ég hef aldrei séð neitt athugavert við það. Mér finnst það vera óttalegur pempíuskapur að væla yfir slíku. Það kjöt, sem við borðum, var einu sinni lifandi og hvernig...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok