Bróðir minn átti Læðuna Skotthildi Guðmundsdóttur, yfirleitt kölluð bara Skotta áður en ég kom í heiminn. Hún var mjög skapstygg, en samt traust og bar mikla virðingu fyrir húsbónda sínum (sem var bróðir minn, Guðmundur) Hún var einstaklega mikið kallagull og fressirnir bið í röðum fyrir utan húsið okkar.. henni var sat ekkert of vel við það.. Það eru til ýmsar sögur um hana sem mér finnst gaman að heyra.

Þegar ég kom í heiminn og pabbi minn ætlaði að fara að ná í mig og mömmu á sjúkrahúsi, sá hún burðarrúmið sem ég átti að koma heim í. Allt var þetta mjög flott og fínt búið um og Skotta hefur ekki staðist freystinguna og fór í burðarrúmið og fékk sér smá blund. Það var hún mjög ánægð með.. En hinsvegar var mamma ekki ánægð með að þegar pabbi kom með burðarrúmið á sjúkrahúsið var það allt tætt og út klórað.
En Skotta var hinsvegar mjög góð við mig og lá alltaf ofan á barnavagninum meðan ég svaf, síðan þegar ég vakanaði og fór að grenja fór hún til mömmu og sagið henni að fara að hugsa um mig.

Það er til mynd heima sem ég held voðalega mikið uppá myndin er af mér sofandi á teppi og Skotta mið hliðina á að passa mig.

En því miður dó hún þegar ég var 7 ára og ég hef saknað hennar síðan…
It's a cruel world out there…