Ég ætla að segja ykkur sögu sem frændi minn lenti í fyrir þrem árum. (Hann er að segja frá)
Fyrir þrem árum eða svo eignaðist læða sem ég hafði átt í nokkurn tíma þrjá kettlinga. Einn, sem ég kallaði Pétur, var í miklu uppáhaldi. Þegar kettlingarnir voru orðnir nógu stórir til að fara að heiman, lenti ég í veðmáli við pabba minn, og vann, og var veðjað upp á Pétur, sem þá kallaðist Pétur Blöndal Kisis.
Pétur varð hinn mesti myndarköttur, en lagðist svo í villikattarskap og var lengur og lengur úti.
Fyrir meira en ári síðan, fór Pétur á sinn vanalega leiðangur um vesturbæinn, en snéri ekki aftur.
Ég saknaði hans mikið en sætti mig síðan við það að hann væri farinn. Pabbi minn hitti hann þó oft þegar hann skokkaði.
En svo bar til í byrjun apríl, í kringum ferminguna mína að Pétur ákvað að láta sjá sig … Hann kom bara si svona og andaði á gluggann okkar.
Hann kom og fór í þrjá daga, borðaði og svoleiðis, en hvarf síðan aftur.