Ég atla að segja ykkur svoldið skondna sögu ,að vísu mjög stutta, um einn kött..
við kynntumst þessum ketti þegar bróðir pabba flutti frá Frakklandi og keypti sér hús á lindargötunni ,rétt hjá laugarveginum, og var allt í góðu þar. Fólkið sem átti húsið á undan þeim átti kött sem hét Raggi. Hann var loðin og stór skógarköttur, hvítur og grár að lit. Jæja svo þegar bróðir pabba flytur inn þá sér hann þennan kött og hringir í gömlu eigendurnar og fer svo með hann til þeirra. Eigendur Ragga voru þarna flutt á Hæðargötu sem er ekki stutt frá Lindargötunni.. en svo 3 dögum seinna er Raggi aftur komin til Adólfs (bróðir pabba). hafði hann þá labbað nokkuð marga kílómetra og þegar hann endurtók leikin 2 sinnum í viðbót þá ákváðu allir í sameiningu að Adólf of fjölsk. skildi taka við Ragga.. en þau gátu ekki verið með hann endalaust því þau stoppa alltaf stutt svo þau auglýstu eftir leigendum og endar auglýsingin svona : köttur að nafni Raggi fylgir húsinu og leigendur skuli hugsa vel um hann og sjá til þess að hann fái alltaf nóg mat…. þessi Raggi er svoldið skondin köttur og mannelskur mjög…. ;Þ en jæja meira hef ég svosem ekki að segja… takk.. =)