Þessi eilífa spurning um hvort Hann/Hún sé til. Ég lenti sjálfur í mjög alvarlegu bílslysi fyrir um 13 mánuðum, ég slapp á lífi (eins og þið getið séð). Málið er bara það að átti ég að fallast á bæn þegar ég rankaði við mér á sjúkrahúsi og þakka einhverju sem er ekki til? Ég var nátturulega með þessa barnatrú þegar ég var yngri og var meiri segja altarisdrengur, en eftir því sem maður hefur lifað lengur að þá hefur trúin breyst. Á eftir barnatrúnni fór ég að trúa því að þá væri til æðri verur og þróaði þá kenningu ansi langt. Samt sem áður að eftir því sem ég setti meiri hugsun í þetta fannst mér þetta ólíklegra. Ég fór á miðilsfund á þessu tímabili og þar kom ýmislegt fram sem ég trúði þá. En þegar maður fer að skoða hlutina, gæti þá ekki bara verið að allir þessir andar sem koma fram og miðilinn sér, bara verið eitthvað sem undirmeðvitun okkar kastar fram og miðilinn sér það? Svo ég er eiginlega kominn á þá skoðun að maður eigi bara að trúa á sjálfan sig. Ég skal þó viðurkenna að það er mikið af fólki sem finnur hugun í þeim trúarbrögðum sem eru til í dag, en því miður virðist andlegur þroski margra hægjast mjög í þeim eða stöðvast allveg.

Ég veit þó ekki hvort að mín skoðun sé sú rétta, en mér finnst það ótrúlegt að fólk sem er með góða rökhugsun og vel að gáfnafari komið, geti mögulega lagt trú á eitthvað sem byggir á ævafornum heimildum og er fullt af þversögnum. Ég tel þó að mannkyn mundi batna mikið ef trúarbrögð mundu heyra sögunni til. Þið verði þó að átta ykkur á því að þó þau væru farinn að er ekki samasem merki á milli þess og því að heimurinn verði siðlaus og stjórnlaus. Það fer fjarri að allir trúleysingar séu slæmt fólk eða yfirhöfuð verra fólk heldur en trúað. Er það samt ekki málið með trúarrit eins og gamla textamentið að þetta hafi verið hugsað sem söguleg heimild og til að leggja fólki til almennar siða og hreinlætisreglur?

Framhald síðar (Afsakið, þarf bara að rjúka, líka fínt að fá viðbrögð við því sem komið er)
———————