Sagan af Týra.

Íslenski húskötturinn Týri er mjálmandi dæmi um sannleiksgildi máltækisins sem segir að fátt sé svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Þegar Týri var á sínum uppvaxtarárum fór hann á flæking. Elskuleg hjón, Sveinbjörg og Jón, sem reka heimagistingu í húsi sínu við Sóleyjargötu, komu auga á hann, þar sem hann reikaði um slasaður og blautur í febrúar 1994. Þau fóru með hann í Kattholt í von um að eigendur hans vitjuðu hans þar. Daginn eftir komu þau með ferskan fisk og þvoðu honum um leið og þau spurðu tíðinda af honum. Daginn þar á eftir gerðu þau hið sama og var Týri í góðu atlæti í Kattholti næstu tvo mánuðina. Sveinbjörg og Jón gátu ekki gleymt kettinum og færðu honum ferskan fisk á hverjum degi. Eftir tveggja mánaða dvöl í Kattholti var Týri orðinn fullfrískur. Búið var að bólusetja hann gegn kattafári, eyrnamerkja hann og gelda, en enn hafði enginn gefið sig fram sem eigandi hans. Sveinbjörg og Jón tóku hann því að sér og nú lifir hann góðu fjölskyldulífi hjá þeim og tekur malandi á móti góðum gestum sem notfæra sér heimagistingu þeirra hjóna
Heimildir eru frá Mömmu sem vinnur þa