Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Fairy
Fairy Notandi frá fornöld 416 stig

Re: 1. og eina regla stjórnleysingjans

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Tíhíhí Soldið löng EINA reglan… …en flott ljóð :-)

Re: Thomsen í slag við yfirvöld

í Djammið fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Halló, slakaðu nú aðeins á. Má vera að það hafi verið fleiri fíkniefnabust á Thomsen en annars staðar, en það segir manni að gæslan þar sé betri en annar staðar. Ekki að það sé meira dóp. Dyraverðir og barþjónarnir á Thomsesn eiga því skilið hrós, en ekki níð fyrir. Ég segi það sama og ég sagði í skoðannakönnunninni: Flottur staður það. Fairy

Re: 20

í Djammið fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Tíhíhí Karlmenn eru bráðnauðsynlegir, einkum vegna þess að víbrador getur ekki slegið gras. :-þ btw, Ég lærði það af biturri reynslu að bjórblettur þvæst EKKI alltaf úr.

Re: Sími til sölu, kostar eina tölu...

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ekki gleyma því að það borgar sig alls ekki að kaupa LS. Hann er svo illa rekinn að það er bara tímasspursmál hvenar hann lækkar (mikið). þá er ég að meina í anda decode. Ég allavega lét hann algerlega eiga sig. Þegar ég segi illa rekinn þá meina ég: Það er verið að skera niður starfsfólk á sama tíma og það er skortur á því. Þeir sem að eftir verða eru síðan látnir taka endalausar aukavaktir, sem eins og allir vita er tvöfalt dýrara. - Það er rosalega fallegt af honum félagslega, að hafa 118...

Re: kisurnar mínar sjá drauga

í Dulspeki fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Æi þetta er nú eiginlega bara algengur misskilningur. Hann byrjaði þannig að hundar og kettir hafa víðara tíðnisvið en menn sem þýðir einfaldlega að þeir heyra hluti sem menn heyra ekki. Mörgu fólki finnst þetta bara spúkí og þess vegna kom fram ‘goðsögnin’ um að dýr “sjá” meira en menn. —————– Hvað þitt tilvik varðar druzla, þá kemur tvennt til greina: 1. hænan/eggið. Þ.e. kettirnir verða varir við e-ð, (gæti þess vegna verið kallinn í næsta húsi að koma heim af næturvakt) en engu að síður...

Re: Múslimar eru upp til hópa fædd fórnarlömb

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Reyndar þá ER G.W.B. hluti af söfnuði sem samanstendur aðallega af kristnum bókstafstrúarmönnum. Það er ekki vitað hversu margir múslimar hafa komist á þing á Íslandi einkum sökum þess að menn eru ekki spurðir um trú sína, hvorki í þingheiminum né öðrum stéttum. Þegar ég ég segi ‘líti út eins og þeir’ þá á ég AÐ SJÁLFSÖGÐU við klæðaburð. Það hvarflaði ekki að mér að nokkur hérna inni væri svo “gáfaður” að misskilja þetta þannig að ég útskýrði það ekki nánar. En ég var sennsagt að vitna í þær...

Re: Öfund ?

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Einhvers staðar heyrði ég að orðið ‘lýðræði’ þýðir að sérhver þjóð sem við það býr, fær hvorki verri né betri leiðtoga en hún á skilið.

Re: Þurfum að gæta að okkur !

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Í hvert skiptið sem talað er um að við flytjum inn pólverja, er um kaldhæðni að ræða. Á austfjörðum er ENGA vinnu að fá, Akkúrat enga. Og ég meina, að þegar fólk er farið að flytja til Akureyrar í atvinnuleit, þá veit maður að ástandið er slæmt. Það er sennsagt ekki skortur á vinnuafli á Íslandi, alla vega ekki á landsbyggðinni. Ég er á móti því að herinn fari. Þó ekki væri vegna hjálpar hans þegar slys ber að garði, en þar hefur hann reynst mikil hjálp. Annars þá hef ég aldrei heyrt nein...

Re: Harrison Ford

í Fræga fólkið fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég verð nú að vera sammála honum Sblender. Hættið að dýrka aðra og lifið ykkar eigin lífi. :)

Re: Feminismi.

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Vá! Maður skreppur í burtu í viku er er orðin vinsælasti karakterinn á huga. Fyrir það fyrsta, gerðu grein fyrir þér. Það stendur ekkert nafn við svarið þitt. Þetta með að karlmenn vinni erfiðari vinnu er bara minnimáttarkend. Karlmenn eru líkamlega sterkari og þola því meira líkamlegt álag. T.a.m. myndi ég ekki endast í viku í slíku starfi. Hinns vegar get ég talið á fungrum annarar handar þá karlmenn sem hafa unnið éð mér í ummönnun. Karlmenn endast einfaldlega ekki í þeim störfum. Þetta...

Re: Feminismi.

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég get nefnt enn fleiri dæmi um forræðismál en þetta einsdæmi hjá þér. Í dag er í tísku að láta karlinn hafa forræðið einmitt vegna “jafnrétti” og gildir þá einu hvort hann sé hæfur eður ei. Seinasta dæmið var í eyjarfirðinum nú um daginn þar sem kvenmaðurinn flúði ofbeldi af hálfu karlsins en engu að síður fékk hann forræðið. Þetta er nýjasta dæmið um það hvernig það var ekki spurning um það hvar barnið hefði verið betur statt en það var algerlega horft fram hjá því. Þetta er algert...

Re: Feminismi.

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Copy/paste: (ég skrifaði þetta áður annars staðar og ég nenni ekki að pikka það inn aftur) Finnst þér allt í lægi að vera með 30% lægra kaup af því að þú ert kvenkyn? Það að nauðga kvenfólki er nánast refsingarlaust á Íslandi þ.e. ef svo ólíklega vill til að þú verðir dæmdur. Fæðingarorlof var lengi vel um 60.000 krónur. Um leið og talað er um að karlmenn fái fæðingarorlof þá allt í einu er sú tala orðin hlægileg. Á meðan við erum að þessu af hverju leggjum við þá ekki bara niður...

Re: Samskipti kynjanna - (geisp!)

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
OMG!!! Ég sagði ALMENNT. Þú flettir því greinilega ekki upp eins og ég ráðlagði þér. Almment þýðir að heildarlaun kvenmanna á ÖLLUM VINNUMARKAÐNUM eins og hann leggur sig eru 30 % lægri en hjá karlmönnum. Ertu nú allir búnir að ná því?

Re: Samskipti kynjanna - (geisp!)

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Enda er ég ekki að tala um einhvern einn vinnustað, heldur almennt. (flettu því upp). þröngsýni? Vildirðu gera svo vel að færa rök fyrir máli þinu takk. Ef þú ætlast til þess að fólk taki mark á þér, þá er alveg lágmark að það sé eitthvað vit í því sem þú ert að segja. Ef það er ekkert vit í því, þá væri það kannski umberanlegt ef þú myndir RÖKSTYÐJA það. Annars flokkast þessi skrif þín sem vart svararvert, marklaust bull.

Re: Sjávarútvegur og fiskveiðistjórnunin.

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Gömul lumma: Við þurfum að hafa: Auðlindarskatt, kvóta á smábátum (af hverju ætti s.s. ekki að vera kvóti á smábátum?) og hvalveiðar. Annað: ALDREI aftur mann eins og Halldór ásgríms sem sjávarútvegsráðherra. Well, Einhvers staðar verður maður að byrja. :-) Fairy

Re: Samskipti kynjanna - (geisp!)

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Öllum takmörkum náð? Finnst þér allt í lægi að vera með 30% lægra kaup af því að þú ert kvenkyn? Það að nauðga kvenfólki er nánast refsingarlaust á Íslandi þ.e. ef svo ólíklega vill til að þú verðir dæmdur. Fæðingarorlof var lengi vel um 60.000 krónur. Um leið og talað er um að karlmenn fái fæðingarorlof þá allt í einu er sú tala orðin hlægileg. Á meðan við erum að þessu af hverju leggjum við þá ekki bara niður neytendasamtökin og náttúruverndarráð? Það væri alveg jafn gáfulegt og að leggja...

Re: Trú

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mín skoðun er sú að allir þessir hlutir séu ekki beint bannaðir, heldur þá BÝÐST manni að fylgja þeim BOÐorðum sem fyrir mann eru sett. T.a.m. var eitt að fólk átti ekki að borða svínakjöt í den. En málið bar að svínakjöt var stórhættulegt á sínum tíma og því ekki öruggt að leggja það sér til munns. Fólk hins vegar réði því alveg sjálft hvort það tæki mark á aðvörunum “guðs” eður ei. btw, Ríkisrekin kirkja er stjórnarskrárbrot. Skv stjórnarskránni ber ekki að mismuna fólki eftir alls konar...

Re: ísland .. land tækifæranna

í Deiglan fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Orðið nýbúi er ekki nýyrði. Það á við alla þá sem hafa flutt til landsins en eru ekki innfæddir. Þá gildir jafnframt einu hvort um ræðir asíubúa eða einhvern annan. Jafnframt við ég benda á að hér er einhver misskilningur á ferli. Sem manneskja sem starfa í heilbrigðisgeiranum hef ég tekið eftir því að það er ekki mikið mál fyrir læknamenntaða einstaklinga að fá vinnu hér á landi. Hvaða aðrar stéttir varðar þori ég ekki að fara með, en bendi jafnframt á að ef ég ætti t.a.m. fyrirtæki (sem...

Re: Við treystum ykkur samt ekki. Ríkið.

í Deiglan fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Borgar þú skatta? Ert þú sensagt eini 16 ára gamli einstaklingurinn í dag sem átt engan persónuafslátt 16 ára gamall?

Re: Bensvín

í Deiglan fyrir 23 árum
Uh… Nei. Þetta er einmitt það sem olíufélögin hafa verið gagnrýnd fyrir. Þau lúta EKKI lögmálinu um framboð og eftirspurn. þau fáu olíufélög sem búa hér á landi hafa hingað til haft sama olíuverð, uppá aur. Þegar þau hækka, þá hækka þau á sama tíma og um nákvæmlega jafn mikið. þannig eru þau líka að nýta sér það að íslendingar geta ekki skroppið “yfir landamærin” eftir ódýrari orku eins og tíðkast sums staðar, vegna þess að það eru engin landamæri. Megin ástæðan fyrir þessum hækkunum eru...

Re: Buffy og Angel

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ó hvað ég er sammála þér Irie. OK ———————SPOILER ALARM———————- Það að Buffy og Angel skuli ekki ná saman varð til þess að ég skil ekki lengur tilganginn í að horfa á seríuna. Þó ákvað ég á endanum að horfa áfram “þangað til hún gefur Angel alveg uppá bátinn”. Þó vil ég taka það fram að ég leigi ekki þættina heldur þá var skemmt fyrir mér, með því að upplýsa mig um ókomna framtíð :-þ btw, hver er annars söguþráðurinn í þessum þáttum?

Re: Svar við Malkav...

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
hefur það ekki verið vandamál hingað til að börn hafi verið að stunda kynlíf? þú fyrirgefur en hvar hefur þú verið? Finnst þér allt í lagi að ungar stúlkur (aldur 13 - 16 ára) verði barnshafandi. Það er RAUNVERULEIKINN í dag að það hendir. Finnst þér það ekki vandamál?

Re: Tvöfalt Siðferði

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Aftur: Málið snýst einfaldlega ekki um samræmi, heldur hvar á að draga línuna.

Re: Barnanýðingar og réttlæti

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það er þetta sem ég meina. málefnalegur ha? Öll síðasta grein þín snerist um þig. Þú svarar engum af rökum mínum, né kemur með rök. Nákvæmlega engin. Þess í stað varstu eingöngu að verja þig gegn gagnrýni minni í byrjun greinarinnar. Minnimáttarkend þín lýsir sér þannig. Að auki er alltaf einhver sem hrópar skítkast í annari hverri umræðu. Þessi einhver ert þú. Það lýsir líka minnimáttarkennd. ———- Kristin kona eins og þú segir ekki að einhver hafi selt sál sína án þess að alvara sé á bakvið...

Re: Þjóðsagan; sagan á bakvið þættina......

í Spenna / Drama fyrir 23 árum, 1 mánuði
Látið ekki svona. Þótt þetta sé copy paste einhver staðar frá, þá er þetta e-ð sem ég hefði aldrei séð ef Jensi hefði ekki verið svo atorkusamur að peista þessu hér. Mér finnst þessi grein alveg eiga rétt á sér. Hvað þættina varðar, þá hef ég ekki tekið eftir neinum sérstökum söguþræði að ráði né yfirhöfuð miklu sem telst umræðuvert. Ég horfi eiginlega bara á þessa þætti af því að þeir eru ekki nákvæmlega eins og allir hinir. Ég meina, hvar annars staðar sefur fólk hjá vampýrum? Nei mér er...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok