Þegar við erum orðin 16 ára treystir ríkið okkur fyrir að borga fulla
skatta og að vinna. Við erum byrjuð að vinna fyrir samfélagið en megum ekki
taka þátt í því. Nú til dæmis er fyrir norðan verið að setja stopp á 16 ára
böll enn samt borgum við í þá sjóði til að halda böll fyrir eldri og
allskyns samkomur. Í ár hef ég borgað í 8 samkomur og mátt fara inn á eina.
Sammt tek ég fullan þátt í að borga í samfélagið ríkið treystir okkur í það
en ekki annað. Við borgum í allskonar almennings þjónustur og megum ekki
taka í þátt í neinu fyrr en 18 eða 20 ára. En við megum vinna og borga fulla
skatta. Ekki fáum við að kaupa áfengi fyrr en 20 ára en við getum þó huggað
okkur að ég má kaupa mjólk í brúðkaupið og vinna fyrir ríkið. Við eigum
semsagt að halda kjafti vakna hress og kát borða kornfleks með mjólk fara út
vinna út bakið í fiski bensínafgreiðslu hjá verktökum borga skattinum fara
heim hlusta á gufuna og fara að sofa með bros á vör vegna þess að við fengum
að vinna og borga skatt svo aðrir fái að njóta meðan við sofum 16 stundirnar
étandi þunnildi svo við förum ekki endanlega með neysluvísitöluna á íslandi.
Nei takk. Ég brýt þá frekar lög. Ryðst inná böllinn fer blindfullur út með
gambra sem ég bruggaði sjálfur og keyri bíl án skírteinis vegna þess að það
er ekkert fyrir okkur sem við megum gera. Ég vinn. Ég borga.

Ég vil minn skerf.