Sælir, Hugalesendur.

Nú, þegar enn eitt anti-hittogþetta frumvaripð er í afgreiðslu á
hinu háa Alþingi datt mér í hug að skrifa smá hugleiðingu um þá
stefnu löggjafans að banna allt sem honum, persónulega, er illa
við.
Nú er það alveg á tæru að meginþorra þjóðarinnar er meinilla við
klám? Ekki satt? Þetta er efni sem hver og einn einstaklingur
þjóðarinnar fussar og sveiar við. Allar lygarnar um sölutölur á
klámtímaritum hér á landi, svo ekki sé minnst á traffík á
klámsíður á veraldarvefnum eru náttúrulega bara áróður. Ekki
satt?
Vegna þessa ætlar guð að gefa okkur (í gegnum tvo fremur
óyndislega, ónefnda, þingmenn) vernd gegn soranum.

Getur þetta virkilega verið? Einfaldlega útaf því að “hinn
siðsamlegi meirihluti” er á móti einhverju, á þá að banna það?
Hver er það sem á svo að ráða hvað er nógu siðlegt til að fólk
megi stunda það, fullorðinn einstaklingur einn heima hjá sér?

Klám er náttúrulega bara eitt af þessum málum sem ýmsir eru á
móti, og vilja því banna. Það þarf víst fáum að koma á óvart, að
mál tengd kynlífi eru mjög mörg á listanum yfir einmitt svona
mál. Þetta eru einhverjar leifar af furðulegri viðkvæmni
gagnvart kynlífi, og hinum ýmsu gerðum þess, trúlega upprunið á
Viktoríu-tímanum.

<b>Fórnarlömbin</b>

Nú afsaka siðapostularnir sig oft. Benda mér á það, að í fyrsta
lagi sé ég ekki einn í heiminum, það verði að hugsa um börnin, og
í öðru lagi, að klám, og allt kynlíf, annað en trúboðsstellingin
með maka sínum undir sæng í myrkri, sé að eyðileggja líf aumingja
*kvennanna* sem taka þátt í “viðbjóðnum”. Riiiight.

Í fyrsta lagi. Börnin. Er nokkur sem heldur það í alvöru að
klám beinlínis stökkvi á börn þar sem þau labba í sælgætisbúðina?
Og jafnvel þó svo væri, myndi það á einhvern hátt skaða þau?
Jæja, ég get glatt ykkur með því, að svo er ekki. Hvorki verður
klám á vegi manns án þess að maður leiti sérstaklega eftir því,
og þó að barnið þitt fái vitneskju um tilvist þeirra líkamsparta
sem venjulega eru huldir, mun það ekki vaxa upp andlega eða
kynferðislega fatlað. Þvert á móti. Raunar held ég frekar að
fræðsla sé af hinu góða. Þegar börnin byrja að fá áhuga á þessum
efnum (yfirleitt um 12 ára aldurinn), munu þau leita þetta uppi,
og þau hagnast á því.

Í öðru lagi. Fórnarlömb kláms. Nú vita allir að allar konur sem
láta taka mynd af sér nöktum eða semí-nöktum eru kúgaðir
kynlífsþrælar. Hvað þá þær sem dansa naktar. Ekki satt?
Þessar konur sem lifa í vellystingum í Hollywood og hér & þar og
þiggja gífurlegar upphæðir fyrir framlag sitt til kláms, eru þær
kúgaðir kynlífsþrælar? Ég bara spyr.

Ég vil ekki mæla með barnaklámi, eða neinu þar sem fyrirsætan er
ekki viljug. Það er fjarri mér. En staðreyndin er sú, að
yfirleitt er fyrirsætan viljug. Hvort sem Alþingismenn vilja
viðurkenna það eða ekki.

<b>Ef mér líkar það ekki er það slæmt, og ég vil ekki að aðrir
stundi það heldur</b>

Þetta virðist nokkuð ríkjandi viðhorf. Sérstaklega meðal eldra
fólks, sem vill (eðlilega?) hafa vit fyrir okkur, yngra fólkinu.
Vegna þess að þeim líkar ekki klám, nektardans og vændi, á víst
að banna öllum öðrum aðgengi að því líka. Rökin eru, eins og
áður sagði, annars vegar að þetta stökkvi á börnin, svo þau
skemmast fyrir lífstíð, og hins vegar, að fyrirsæturnar, og
starfsfólk kynlífsbransans almennt, sé neytt í þetta.

<b>Vændi</b>

Ég hef heyrt að vændi sé elsta starfsgreinin sem enn er til. Og
finnst það hreint ekki ólíklegt.
Þó að ég sjái sjálfan mig ekki beint hlaupandi út og leitandi mér
að mellu, þá sé ég í sjálfu sér ekkert að því að fólk geri það.
Rök siðapostulanna gegn vændi eru þau sömu og alltaf. Staffið
neytt í þetta, og börn sjá þetta, sér til óbætanlegs tjóns.

Jæja, ég get glatt ykkur með sömu rökum og venjulega. Í fyrsta
lagi er ekkert að því að börn viti af þessu, ef þau eru nógu
gömul til að skilja kynlíf sem slíkt (um 12 ára aldurinn?) ættu
þau að geta lagt raunsætt mat á þetta og metið hvort þau vilja
nota þessa þjónustu eður eigi. Ef krakkarnir eru yngri en það
ættu þau ekki að láta sér þetta neinu skipta.

Og varðandi það að vændiskonur séu neyddar í starfið, þá finnst
mér afar ólíklegt að það sé neinn meirihluti. Og ef greinin er
lögleg er vitaskuld mun auðveldara að hafa eftirlit með því.

<b>Fíkniefni</b>

Hér kem ég inn á mjög viðkvæmt mál, sem er mjög umdeilt. Á meðan
ég hef það sem lífsreglu að neyta ekki fíkniefna, og hvet engan
veginn til notkunar þeirra, þá finnst mér ekki, að mér sé stætt á
því að banna öðrum notkun þeirra. Ef viðkomandi einstaklingur er
sjálfráða kemur það honum einum við hvað hann lætur ofan í sig.
Hversu viðbjóðslegt sem mér eða hverjum sem er kann að finnast
það sem hann lætur ofan í sig. Það kemur málinu ekki við.

Oft er talað um fíkniefni, og aðra glæpi, sem fylgifiska
ofangreinds kynlífsbransa, og það er því miður rétt. Enda ýta
stjórnvöld brandanum niður í svaðið. Ég vil í þessu sambandi
minna á bannárin í Bandaríkjunum. Á meðan áfengi var ólöglegt
grasseraði alls konar glæpastarfsemi í kringum sölu og neyslu
þess. Sama virðist vera með fíkniefni.

Ef fíkniefni yrðu leyfð er ég viss um að glæpir myndu minnka
gífurlega, og með tímanum myndi fólk læra að umgangast þau, eins
og það myndi læra að umgangast áfengi ef það væri leyft.

<b>Áfengi</b>

Eins og glöggir lesendur hafa væntanlega tekið eftir gaf ég í
skyn í málsgreininni hér fyrir ofan að áfengi væri ekki leyft.
Þetta er ekki alveg nákvæmt hjá mér. Ríkisstjórnin gerir hins
vegar mikið í því að takmarka áfengisneyslu landans. Sem er
fáránlegt. Er það virkilega hlutverk ríkisins að ákveða hvað
landinn setur ofan í sig? Það finnst mér ekki.

<b>Sjálfræði</b>

<i>Hvenær er einstaklingur fær um að ráða sér sjálfur?</i>

Í málsgreinunum hér fyrir ofan hef ég aðeins notað hugtakið
“sjálfráða”. Þetta er hreint ekki eins skýrt hugtak og sumir
vilja meina.

Aldrei, virðist stefnan helst vera undir niðri, en opinber stefna
ríkisins er 18 ár.
Á allt að vera bannað þeim sem eru undir 18 ára aldri? Það er
einmitt fáránlegt.
Ég treysti mér til þess að fullyrða að 15-16 ára unglingar séu
fullfærir til að sjá mun á réttu og röngu.

Þó finnst mér ekki að allir hlutir sem fullorðinn einstaklingur
má í dag eigi að koma á 15 eða 16 ára afmælisdaginn.

Ég er t.d. ekki alveg að kaupa það, að hver einstaklingur verði
tilbúinn til að drekka áfengi eða stunda kynlíf á 15 eða 16 ára
afmælisdeginum, en ekki fyrr. Eða reykja, eða taka önnur
fíkniefni. Eða hvað sem er.

Þetta er mjög einstaklingsbundið, og mjög mismunandi hvenær fólk
er tilbúið til að byrja á þessum hlutum. Ef einhverntíman. Nú
býst ég við, eða vona jafnvel, að flestir ákveði að nota ekki
þessa tvo síðustu kosti, en þrátt fyrir það verður að gefa
hverjum einstakling það val.

Hvað varðar kynlíf og áfengisneyslu er hvort tveggja almennt
stundað, og ekkert að því.

Það er ekkert sem segir hvenær maður “á” að vera tilbúinn til að
byrja á þessum hlutum, né nokkrum öðrum. Burt með
aldurstakmarkið á þessum hlutum!