Gott að þér líður betur, ég var sjálfur þunglyndur og er enn þunglyndur svona eiginlega. Ég notaði engin lyf eða meðferð lét barasta engan vita þrátt fyrir að fólk var alltaf að benda mér á þetta. En svo fékk ég afmæliskort á 18. ára afmælisdeginum mínum sem er orðið frekar langt síðan og á því stóð “Smil og verden smiler til dig”. Þá áttaði ég mig á því að það þýðir ekkert að velta sér uppúr þessu þunglyndi og bara brosa að smáu hlutunum.