Þessi setning ,,Eigum við ekki bara að vera vinir“ er ein sem er oftast notuð í sambandslitum og ég verð að segja að ég hef notað hana og hún hefur verið notuð á mig.
Þetta er auðveld leið til þess að losna við einhvern án þess að gefa upp raunverulegu ástæðuna fyrir sambandsslitum. Mér finnst reyndar að maður ætti að veita hinum aðila þá virðingu að segja þeim hvers vegna manni langar ekki að vera í sambandi við þá manneskju lengur. Ég held að það sé voða sjaldan sem að fólk sem gefur upp raunverulega ástæðu fyrir sambandsslitum. Ef að mér fyndist kærasti minn t.d vera orðinn pirrandi og of uppáþrengjandi þá myndi ég kannski frekar segja ,,Ég var ekki alveg tilbúin í samband þegar ég byrjaði með þér, getum við ekki bara verið vinir” svo tvem vikum seinna kemst hann að því að ég er með einhverjum öðrum gaur og þá er ég bara alltíeinu tilbúin í eitthvað samband.
Ég veit að maður er e.t.v að reyna að gera þetta eins auðvelt og hægt er og reyna ekki að særa hinn aðilan en ég verð að segja að mér finnst svona miklu meira særandi heldur en ef að ég fengi raunverulega ástæðu því að maður vill alltaf vita hvað það var sem að gerði það að verkum að manneskjan sem maður sér ekki sólina fyrir hefur ekki áhuga á að vera með manni.

Að verða sagður upp í smsi er líka eitt það lélegasta sem manneskja getur gert eða á msninu eða eitthvað þannig. Ég verð að viðurkenna að ég hef hætt með einhverjum í gegnum sms, það virðist vera auðveld leið út senda bara ,,eigum við ekki bara frekar að vera vinir, ég er ekki alveg tilbúin í samband“ ég reyndar var búin að vera með stráknum í svona tvær vikur og þetta samband var ekki alveg að gera sig og hann sá það líka, en það er kannski ekki alveg afsökun. Ég fékk eitt sinn svona leiðinlegt sms frá kærasta mínum sem ég var búin að vera með í 3 mánuði og mér fannst það bara fáránlegt, ,,ég er ekki tilbúinn í samband” wtf!!!

Ég veit að það er erfitt en ég held að það besta sem að maður getur gert í þessum leiðilegum aðstæðum er að tala við manneskjuna í persónu og segja henni hvað það er sem að gerir það að verkum að þú vilt ekki halda áfram þessu sambandi við manneskjuna, ekki samt segja ,,þú ert svo fokking pirrandi" eða eitthvað þannig, maður verður alltaf að reyna að slíta sambandi í góðu. Þegar ég segi að maður á að segja sannleikan þá verður það að vera innan þá marka að það verður ekki fjandsamlegt. Ef að þú ert að hætta með manneskju því að þér finnst hún eða hann ekki nógu fallegur þá er það bara þitt vandamál og viðbjóðsleg ástæða fyrir sambandslitum og hinn aðilinn er heppinn að losna við þig og ef að þú hefur einfaldlega að vera að nota einhvern til að fá þér að ríða þá er það þín mistök að hafa ekki sagt frá því í byrjun að þetta hafi verið eina sem að þú hefðir áhuga á og þú ættir einfaldlega að fara og deyja útí móa því að maður spilar ekki svona með tilfinningar á fólki.

En ég ætlaði ekkert að skrifa langa grein um sambandslit heldur ætlaði ég að fá að heyra frá ykkur hvort að þið hafið einhverjar skemmtilegar eða leiðinlegar sögur að segja um sambandslit, svo vil ég líka fá að heyra hvernig ykkur finnst besta leiðin að segja einhverjum upp.
:D