Alltílagi ég er bláfátækur námsmaður þó ég sé að vinna með skóla og nánast allan frítímann minn. Það sem ég vil kvarta undan er þessi fjárans dreifbýlisstyrkur! Halda menn virkilega að 100.000kr nægi yfir heila önn? Vita þeir ekki hvað það kostar að leigja sér herbergi/íbúð, kaupa mat, borga skólagjöld, borga bækur, borga ýmsan kostnað, rafmagn og viðhaldsreikningar. Ætti að senda þessa menn út á land bara að vinna verkamanna vinnuna okkar til að senda okkur í skóla! Fólk í rvk veit ekki hvað það er heppið að eiga heimili þar!