Vegna mikilla umræðna um Gyðingdóm og Ísraels ríki á þessum síðustu og verstu dögum þá hef ég ákveðið að reyna að skrifa nokkuð ýtarlega um sögu gyðinga og jafnvel að velta fyrir mér hversvegna þeir hafa alltaf verið hataðir. En þetta verður vegna mikillar lengdar í tveimur hlutum.

En ég ætla að byrja umfjöllun mina á þeim tíma þegar Gyðingar lentu í fyrsta skipti í alvöru styrjöld.Einhvertíman í kringum 800 fyrir kristburð og upphaf tímatals okkar.

Konungur Babílonar (hann var annað hvort Bablílóníumaður eða Assýringur.(þessar þjóðir réðu báðar í sömuborginni)) fer í mikil landvinninga stríð gegn Egyptum og bandamönnum þeirra. Í bandalagi við þá voru hin tvö ríki gyðinga. Ríki Davíðs í Jerúsalem og síðan annað þar fyrir norðan ( ég verð að afsaka að ég er ekki með öll nöfnin á hreinu). Hinir miklu herir konungs babýlónar leggja allt undir sig. Sigra Egypta og mörg önnur lönd sem voru með þeim.
Eftir þessa sigur för í suðri heldur herinn til norðurs. Leggur norður ríkið í rúst og hefur umsátur um Jerúsalem.

Rétt er að minnast á það strax áður en lengra er farið að lega Ísraels veldur því að allur landhernaður frá miðausturlöndum eða austur evrópu þarf að fara í gegnum þá. Til að bæta gráu ofan á svart þá var Ísrael þá staðsett milli 2 stæðustu heimsvelda síns tíma. Egyptar voru gamalt veldi sem hafði staðið frá upphafi siðmenningar. Ríki frá litlu asíu voru vön að ráðast á egypta því þar var allt gullið að finna því mesta ríki dæmið var þar. Þeir sem fóru þangað í stríðs hugleiðingum voru td. Hittítart, Babílónar, Assiríumenn. Og þó að gull ár Egyptalands væru liðinn þá réðust nú samt Grikkir, Persar, Rómverjar, Arabar, Tyrkir og Bretar á þá. En eins og vitað er þá er bara ein landleið inn í arfíku. Og hún er eins og áður hefur verið minnst á, í gegnum Ísrael.

En snúum okkur aftur að umsátrinu um Jerúsalem. Umsátrið stóð í langann tíma og þjóð Davíðs átti enga möguleika á því að vinna hinn feikna stóra her sem þar var fyrir utan borgar múra þeirra. Ef borginn félli þá myndi þjóðinn vera tekinn sem þrælar til Messabótamíu og þar myndu Gyðingar gleyma eingyðistrú sinni í hinu mikla fjólþjóða samfélagi þar var fyrir. En forlöginn grippu í taumana. Plága geysaði og mikið mannfall varð í röðum umsáturs liðsins. Til benda á að þetta var ekki verk guðs þá höfðu margar plágur geysað á undan þessari og margar hafa geysað síðan þá. Til að bæta ofan á það þá varð einnig mannfall í röðum Gyðinga.
Konungur Babílónar vildi ekki hætta á að missa lið sitt og dróg það til baka. Einnig hafði hann þá ástæðu að borginn var lítill, einginn værðmæti voru þar. Borginn var lítil og ómerkileg. Kongurinn lét borgar búa sverja við sig bandalag og hollustu og lét þá greiða skatta til sín og hélt síðan heim á leið. En borgarbúa litu á þetta sem hjálp frá guði þeirra og trúinn festi dýpri rætur en hún hefði annarsgert. Þetta var mjög nauðsynlegt til þess að halda trú í fólkinu þegar herleiðangrar á næstu 900 árum fóru í gegnum landið og í flestum öll tilvikum heppnuðust þeir. Herleiðangur frá babílón þegar gyðingar voru numdir á brott og færðir til babílóníu borgar er einn af þeim frægari. Þar voru Gyðingar sendir til að byggja inn fræga turn sem að þeirra sögn átti að ná til himna. Þeir voru einnig hneikslaðir á siðspillinguni sem viðgeggst þar. En hafa skal það í huga að Gyðingar á þessum tíma voru bændur og hyrðingjar og Jerúsalem var í Samanburð við Babílón aðeins lítið þorp. Hin útlenda menning heimsborgarinnar var mjög framandi fyrir þá. Þetta var eins og að taka mann úr litlu þorpi á landsbyggðinni sem aldrei hafði farið úr því og senda hann til Tokyo. Hann myndi mjög líklega brjálast. Þekkt dæmi um svona viðbrögð er þegar bóndasynir fóru frá Íslandi til Kaupmannahafnar á 19 og við upphaf 20 aldar.

Trúabrögð Gyðinga.
Gyðingar hafa verið í upphafi flökkuþjóð sem rekaði um miðausturlönd með hjarðir sína af kvikfé. Hægt er að leiða að líkum að upphaflega hafi þeir verið eins og allar aðrar þjóðir og tilbeðið marga guði. En síðan hafi einn guð orðið það vinsæll að átrúnaður á hina hafi horfið úr trúnni. Þjóðir skapa sér trú eftir þvi hvað þær gera. Guðir stríðs, ræktar, verslunar, sjós, heimila, undirheima og svo framvegis og framvegis. Svona guðir eru allstaðar í fjölgyðistrúm. En guðirnir hafa mismikil völd. Td. Voru stríðsguðir mjög áhrifa miklir hjá Aztekum og öðrum hernaðar sinnuðum þjóðum. Síðan voru guðir oft stéttar skiptir. Stríðsguðir og guðir lærdóms voru til að mynda mun vinnsælli hjá efri stéttunum en hjá lægri stéttum voru guðir frjósemis og landbúnaðar hjá lágstéttum.
Sem hyrðingjar settu þeir sinn guð í líki hyrðingja sem gætir hjarðar sinnar. Eins og gyðingarnir voru nátengdir hjörð sinni í aldir þá litu þeir svo á að guð sinn væri nátengdur sér. Út frá þessu hefur að öllum líkindum sú trú sprottið að þeir væru útvaldir af guði sínum því á flakki sínu komust þeir að því að hvergi annarstað var guð þeirra dýrkaður. Einnig hafa þeir litið á að allir aðrir væru í villu og hefðu í upphafi dýrkað þeirra guð en hefðu vikið frá réttribraut.

Eftir að Gyðingar fengu frelsi aftur og fengu að snú til sins heima í síðasta sinn (það er fyrir 1948) var trúinn orðinn svo rótgróinn að þeir voru orðnir sannfærðir um að þeir væru hin útvalda þjóð.
Þegar Rómverjar lögðu Jerúsalem í rúst og sendu íbúana á flótta í burtu fór þaðan hópur með mikla smakent. Mikil áhersla var lögð á hjá þeim að sem fóru að kenna börnum sínum sögu foreldrana. Þetta var en þjóð þótt að hún hefði farið í útlegð. Enda stóð hún mjög útúr fjöldanum í fjölmenningarríkinu Rómarveldi. Það hafði verið áður að Rómverjar tóku upp góða siði eða guði og gerðu að eginn frá þeim þjóðum sem þeir lögðu undir sig. Og þær þjóðir sem þeir lögðu undir sig urðu með tímanum að rómverjum því þær löguðu sig að þörfum rómverja. Pax Roma. Rómar friðurinn. En þar sem Gyðingar fóru og settust að þá stóðu þeir útur því að þeir löguðu sig ekki að rómverjum né tóku upp trú á þeirra guði. Rómarkeisurum hefur alltaf verið ílla við þá sem ekki trúa á þeirra guði. Bæði þeir keisarar sem voru heiðnir og þeir sem voru kristnir.
Keisarinn og menn hans ofsóttu gyðinga og kristnamenn. Reyndar voru kristnir ofsóttir fyrst vegna þess að rómverjar þekktu ekki muninn á þeim og héltu að þetta væru sama trúinn. Þessi áróður í Evrópu fyrir 2000 árum hefur sett mark sitt svo rækilega að áhrifinn ná til okkar en þann dag í dag.