Í kjölfarið á þessari tóbaksumræðu allri langar mig að bæta við að
mér finnst líka eigi að banna einkabílaeign, því þegar ég er að labba miklubrautina nær maður varla andanum fyrir mengun, svo er ógeðið úr bílunum líka baneitrað, svo ég tali nú ekki um svifrykið, svo eru þessi fyrirtæki sem búa til þessa bíla alltaf að selja verri og verri bíla fyrir meiri og meiri pening.

Svo er fólk alltaf að keyra hvort á annað sem kostar ríkið morðfjár í sjúkrapeningum. ´

Nú svo langar mig líka að banna Íþróttir, það eru bara vitleysingar sem hafa gaman af svoleiðis, svo er fólk alltaf slasa sig (dýrt fyrir samfélagið) og verður að vera frá vinnu (dýrt fyrir vinnveitanda), alltaf veikt, takandi stera til að vera samkeppnishæft og svo fram vegis.

Hei ég veit, bönnum líka tyggjó mér finnst svo óþolandi þegar fólk hendir þessu út um allt, krakkarnir tínandi þetta upp og tyggja eins og þau fái borgað fyrir það, verða veik (sem er dýrt fyrir samfélagið).

Bönnum líka áfengi, það er óþolandi að vera á fylleríi niðrí bæ innan um allt þetta fulla fólk, sem er alltaf að berja hvort annað (sem er dýrt fyrir samfélagið) og vinna að því að gerast alkóholistar, þurfa að fara í meðferð (sem er dýrt fyrir samfélagið), þá þurfum við heldur ekkert að vera að velta því fyrir okkur hvort eigi að banna reykingar á vínveitingarhúsum því að þá hefur fólk ekkert þangað að gera og getur bara reykt heima hjá sér yfir góðri og heilsteyptri skemmtun eins og Gísla Marteini.

Takk fyri
“What is hell, if you cannot dream of heaven?” -Sandman