Fjórða valdið (sem ég hef gagrýnt í fortíðinni) er að beita sér gegn frumvarpinu með öllu afli og tól þeirra er einhliða umræða um þetta frumvarp. Ástæðan fyrir því að fjölmiðlar hér á landi hafa snúið sér gegn ríkistjórninni með fullu afli er sú að sjálfskipaðir “riddarar sanleikans” (og æsifréttamenn) eru hræddir um að missa vinnu sína og góða launasamninga við atvinnurekendur þeirra. Auðvitað hafa einnig stóru skuggarnir bakvið Norðurljós gert allt sem þeir geta til þess að beina eignum sínum gegn hinu “illu ríkisvaldi”.

Aldrei hefur verið fjallað eins mikið um eitthvað efni í fjölmiðlum (síðan 11 sept.) fyrr en viðfangsefnið eru einmitt hagsmunir fjölmiðlanna sjálfra. Það sem mikilvægt er að muna er það að fjölmiðlar er ekki einhver fullkomin stofnun í þessu samfélagi sem færir þér einungis sanleikann á borðið hvern einasta dag. Það er einnig mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvenær fjölmiðlar eru með einhliða áróður (sem felst oftast í því að velja út fréttaefni sem styður málstað þeirra) og að það sem er sagt í fjölmiðlum hefur áhrif á okkur.

Hinsvegar!

Þá játa ég það að það er skítalykt af þessu frumvarpi. Flokkur sem vill hafa nafnið “frelsi” í fjármálum fest við sig breytir altíeinu um stefnu og setur lög gegn hin “frjálsa” markað fjölmiðla. Frumvarpið er einsog bandarískar “smartbombs” sem þeir notuðu í Írak, sérsniðnar til þess að hitta óvinin, en hittir ekki alltaf. Það er sérsniðið til þess að taka út “baugsfréttir” einsog háttvirtur kúkalabbi (og forsetisráðherra) hefur kallað fjölmiðla Norðurljós.

Talsmenn frelsisins hafa skrifað greinar í mogganum til þess að réttlæta þetta frumvarp með því að gera undantekningar í sínum eigin frelsiskenningum. Kalla íslenskan markað sérstakan og svo framveigis. Ég tek undir vin minn Sævar sem lét rödd sína heyrast í mogganum, “Hannes Hólmsteinn Gissurarson er ekki frjálshyggjumaður”! En þarsem ég er heldur ekkert frjálshyggjumaður þá ætti mér sossem að vera sama um þetta skítkast þeirra (en það styrkir aðeins trú mína um það að þessir einstaklingar hafa ekki hugmynd um hvað frelsi er…)

Þarsem þeir einstaklingar í stjórnarflokkunum eru ósnertanlegir af almenningsáliti (eða svo virðist vera í dag) geta þeir auðvitað hent hvaða skít á hvern sem er. Hvort það er forseti eða formaður fyrirtækis.

Þetta er “clash of the Titans” fjórða valdið og almúginn á móti ríkistjórninni og valdamönnum í stjórnmálum. Hér skiptir ekkert máli hver er hægri og hver er vinstri. Hendið hugmyndarfræði ykkar útum gluggan og hendið skít í næsta andlit, þetta er bardagi um tvíburuna VÖLD og HAGSMUNI.

Til þess að gera þetta einfalt: Ríkistjórnin er að komast að því að þeir eru að missa vald sitt til einka aðila og henda í burtu rökum, almenningsáliti og hugmyndarfræði til þess að heimta vald þeirra tilbaka. Einkaaðilar tæla almúgan til sín í baráttu þeirra fyrir völd.

Þetta er stórskrýtið, ruglingslegt og ótrúlega fyndið á köflum. Aldrei á svo stuttum tíma hef ég séð eins marga háttvirta menn gera sig af fíflum!

…áfram með skítkastið!

(Þessi grein birtist 16 maí á malefnin.com)
N/A