Til að grennast þá þarftu að hreyfa þig reglulega, drekka mikið vatn, borða mikið af grænmeti, ávöxtum og borða lítið af mjög feitum matvörum eins og t.d. smjöri. Einnig er yfirleitt nóg að fá sér einu sinni á diskinn. 60 kg hljóma nú reyndar ekki eins og þú sért of þung (ef þú ert yfir ca 1,55 á hæð) og þar sem þú hefur stundað sund reglulega þá ættirðu að vera í ágætis formi. Það er samt ágætt að temja sér hollt mataræði og hreyfingu.<br><br>Zsigga