John Frieda Mig langaði að segja ykkur frá John Frieda hárvörunum, sem eru með þeim bestu á markaðnum í dag!

Ég las um þær í blaði einhvern tímann og leist svo vel á að ég ákvað að prufa! Oft hefur verið auglýst frá þeim efni sem heita Sheer Blonde og eru held ég, ég ætla ekki að fullyrða það, til að halda ljósa litnum betur í ljóshærðum…. en ef einhver veit eitthvað meira um það efni má sá sami alveg segja frá því, langar að skoða þetta betur.
En allavega ég er með dökkt hár með ljósum strípum og þegar ég byrjaði að nota þetta þá varð hárið miklu betra, bæði sléttara (þó það sé nú slétt!) og ljósu strípurnar komu meira fram, sáust sem sagt betur:) Ég nota bara shampoo-ið og næringuna en er að hugsa um að fara að prufa eitthvað meira, mig vantar bara betri upplýsingar um hin efnin.
Ég mæli hiklaust með þessu og mér finnst þetta alls ekkert verra en það sem maður kaupir á hárgreiðslustofunum, jafnvel betra:) Þetta er reyndar ekki eins ódýrt og þessi vanalegu shampoo en einn brúsi af til dæmis shampoo og hárnæringu endist mjög lengi, tvisvar til þrisvar sinnum lengur en þessi vanalegu, þannig maður er komin upp í næstum sama peninginn:)
John Frieda hárvörurnar fást í Apótekum og Hagkaup, eru kannski til á fleiri stöðum ég er ekki viss.
Shampoo 899 kr.
Hárnæring 899 kr.
Þessi verð voru í Hagkaup þegar ég keypti mér svona aftur fyrir nokkrum dögum. Ég veit því miður ekki hvað hin efnin kosta.
Svo svona til gamans má geta þess að Christina Ricci og Jennifer Aniston nota John Frieda hárvörurnar:)

Mæli með þessu:)

Kv. Sweet
Játs!