Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

yngvi
yngvi Notandi síðan fyrir 20 árum, 10 mánuðum Karlmaður
2.154 stig

Paul Scholes verður með gegn Arsenal. (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur gefið það til kynna að bæði Darren Fletcher og Paul Scholes muni spila í leiknum um Samfélagsskjöldinn gegn Arsenal. Leikurinn fer á Þúsaldarvellinum í Cardiff og má búast við að leikvangurinn verði stútfullur af áhorfendum. Ruud van Nistelrooy er nýjasta viðbóð United manna á langan meiðslalista en fyrir á honum eru Ole Gunnar Solskjær, Kléberson, Liam Miller og svo eru Gabriel Heinze og Cristiano Ronaldo ekki leikhæfir þar sem þeir eru að...

Smith kominn með öruggt byrjunarsæti hjá Man. Utd í fyrsta leik. (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Alan Smith, maðurinn sem sumir telja ekki vera nógu góðann til að klæða skyrtu Manchester United hefur nú tryggt sér öruggt sæti í byrjun leiktíðar á kostnað meiðsla Ruud Van Nistelrooy og Ole Gunnar Solskjær. Manchester United verður því sennilega að tefla fram Smith og Saha í fyrsta leik en eftir endurhæfingu hjá Nistelrooy hlakkaði í mörgum því hann gæti byrjað leiktíðina en svo er ekki, Ruud verður frá vegna kviðslit og án efa margir hafa hugsað hvort Ole Gunnar geti ekki bara byrjað en...

Búið að draga í VISA bikarnum! (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Búið er að draga í undanúrslit VISA bikarsins og er alveg víst að um spennandi leiki er að ræða. Dregið var hjá stelpunum líka og endaði drátturinn á þessa leið. VISA bikar kvenna Valur - KR ÍBV - Stjarnan VISA bikar karla FH - KA HK - Keflavík

Josemi lofar sóknarleik (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Josemi, nýjasti varnarmaðurinn á Anfield, segist vera 100% viss á því að þjáflari hans, Rafa Benitez, sé ekki kominn til Englands til þess að verjast. Hann er viss um það að verði sótt af fullri hörku með þessa þrjá frábæru framherja sem eru hjá Liverpool fyrir, þá Michael Owen, Milan Baros og Djibril Cissé. Liverpool eru búnir að vera í æfingarferð í Bandaríkjunum á seinustu vikum og þeir sem hafa horft á þá leiki hafa séð greinilegan mun á liðinu og þegar Gérard Houllier var með liðið. Það...

Leikir dagsins (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Í dag fara fram fjölmargir leikir og skulum við líta á gang mála hjá strákunum og stelpunum. Landsbankadeild kvenna: ÍBV - KR Breiðablik - FH 1.deild karla: Þróttur - Stjarnan 2.deild karla: Afturelding - Leiknir Víðir - Selfoss ÍR - Víkingur Ó.

Nistelrooy missir af byrjun tímabilsins (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þetta er eitthvað sem allir stuðningsmenn Manchester United hafa óttast, það er, að Ruud van Nistelrooy meiðist. Hollendingurinn þjáist af kviðsliti og á að senda hann undir hnífinn á allra næstu dögum. Þessi meiðsli opna tækifæri fyrir Alan Smith og Diego Forlán og verður fróðlegt að sjá hvernig Sir Alex Ferguson leysir þetta. Það er ekki vitað með vissu hversu lengi hann verður frá en getgátur eru uppi um mánuð og vissulega vonum við að það sé stutt í þennan frábæra leikmann.

Þriðja umferð meistaradeildarinnar. (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Búið er að draga í þriðju umferð meistaradeildarinnar sem byrjar miðvikudaginn n.k. 11. ágúst. Núna er almennt talið að sterku liðin séu að koma inn í keppnina en má t.d. nefna lið Manchester United. 3. umferð Rosenborg - Maccabi Haifa Graz AK - Liverpool Ferencvaros - Sparta Prag Juventus - Djurgarden Bayer Leverkusen - Banik Ostrava CSKA Moscow - Glasgow Rangers Shaktar Donetsk - Club Brugge Dynamo Kiev - Trabzonspor Red Star - PSV Eindhoven Dinamo Bucharest - Manchester United Basel -...

Kezman spilar gegn Manchester United. (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Getgátur voru á lofti um hvort hinn nýji framherji Chelsea, Mateja Kezman, gæti spilað leikinn gegn Manchester United sem fram fer 15. ágúst. Kezman á yfir höfði sér 3 leikja bann eftir ósiðlega framkomu þegar hann slóst við Oliver Dacourt, leikmann Roma, í leik liðanna á ChampionsWorld mótinu í Bandaríkjunum. Kezman byrjar að taka út bannið 17 ágúst, 2 dögum eftir leikinn umædda og er því víst að Mikael Silvestre og félagar í Manchester United þurfi að kljást við framherjann knáa.

Undanúrslit VISA bikarsins! (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Núna er orðið ljóst hvaða lið munu leika í undanúrslitum VISA bikarsins, en þau eru. KA: KA menn unnu ÍBV 3-0 eftir vítaspyrnukeppni. Sándor Matus varði allar spyrnur ÍBV manna og tryggði því KA mönnum sigurinn. Keflavík: Þórarinn Kristinsson skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á Fylkismönnum. FH: Hafnfirðingarnir tóku KR menn í bakaríið í Frostaskjóli í gær. Leikurinn endaði 3-1 með mörkum frá Jónasi Grana Garðarssyni, Emil Hallfreðssyni, Kristjáni Erni Sigurðssyni sem skoraði sjálfsmark og svo...

Númerin hjá Man. Utd. (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Númerin hjá Manchester United fyrir næstu leiktíð eru komin á hreint. 1. Tim Howard 2. Gary Neville 3. Phil Neville 4. Gabriel Heinze 5. Rio Ferdinand 6. Wes Brown 7. Cristiano Ronaldo 9. Louis Saha 10. Ruud van Nistelrooy 11. Ryan Giggs 12. David Bellion 13. Roy Caroll 14. Alan Smith 15. Kléberson 16. Roy Keane 17. Liam Miller 18. Paul Scholes 19. Eric Djemba-Djemba 20. Ole Gunnar Solskjær 21. Diego Forlán 22. John O'Shea 23. Kieron Richardson 24. Darren Fletcher 25. Quinton Fortune 26....

Levante á eftir Diego Forlán. (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Já núna kætast eflaust margir stuðningsmenn Manchester United því að margt lítur út fyrir það að nýliðarnir í spænsku úrvalsdeildinni, Levante, eru eftir Diego Forlán. Talið er að Manchester United séu búnir að samþykkja eins árs lánstilboð en klúbburinn á eftir að semja við Úrugvæann hárfagra.

Portsmouth á eftir Carrick? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, er í þeirri von um að geta keypt Michael Carrick, miðjumann West Ham, fyrir 2 milljónir punda - en það yrði metfjárhæð fyrir leikmann hjá Portsmouth. Talið er ólíklegt að West Ham samþykki þessa upphæð enda er þessi leikmaður frábær og lykilmaður í liði West Ham.

Le Tallec til St. Etienne (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Anthony Le Tallec, miðvallarleikmaður Liverpool, gekk á dögunum til liðs við St. Etienne, sem leikur í heimalandi hans, Frakklandi. Tallec skrifaði undir 1 árs lánssamning við liðið en það hefur ekki möguleika á að kaupa hann eftir tímabilið. Le Tallec hefur spilað 23 leiki með Liverpool og skorað í þeim 1 mark.

Arsenal samþykkir boð Real Madrid í Vieira. (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Samkvæmt spánskri útvarpstöð þá hafa stjórnarmenn Arsenal samþykkt boð Real Madrid upp á 23 milljónir punda í fyrirliða liðsins, Patrick Vieira. Talið er að hann skrifi undir 4 ára samning á næstu dögum en athugið að þetta er ekki staðfest. Við komum með fréttir af þessu um leið og þær berast.

Patrick Vieira á leið til Real Madrid? (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Spænskir fjölmiðlar eru uppfullir af fréttum þess efnis að fyrirliði Arsenal, Patrick Vieira, sé á leiðinni til liðsins. Liðið er þekkt fyrir að vera með marga af langbestu knattspyrnumönnum heims og eitt er víst að það myndi ekki veikjast með tilkomu þessa frábæra miðjumanns. Fyrir hjá Real Madrid eru: David Beckham, Zinedine Zidane, Luis Figo, Raúl, Roberto Carlos og Ronaldo. Málið mun skýrast á allra næstu dögum og munum við segja frá framvindu þess.

Langar þig til þess að skrifa hérna? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Við erum að leita eftir þéttnettum snillingum til þess að skrifa inn á þennan fótboltafréttakubb. Ef þú hefur áhuga á því þá skaltu ekki hika við að senda mér skilaboð og ef mér líst vel á þá smelli ég þér strax inn.. þeir sem hafa aðgang að þessum kubbi eru adminar áhugamálsins og líka massimo og Glaciers.

Josemi til Liverpool. (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Hinn nýráðni framkvæmdarstjóri Liverpool, Rafael Benitez hefur tilkynnt að spænski leikmaðurinn Josemi séu sín fyrstu kaup og hefur Josemi skrifað undir samning við Liverpool. Josemi, sem kemur frá Malaga, er hægri bakvörður en getur einnig spilað sem miðvörður. Kaupverðið er rétt tæpar 2 milljónir punda. Josemi var með betri varnarmönnunum á Spáni á síðusti leiktíð og töldu spænskir sparkspenkingar að hann myndi flytja sig til stærra liðs í sumar. Benitez þekkir vel til leikmannsins enda...

Marc Overmars hættur að spila. (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Marc Overmars, leikmaður Hollenska landsliðsins og Barcelona, sem er 31 árs gamall tilkynnti í dag á blaðamannafundi að hann sé hættur að spila knattspyrnu. Þessi leikni og hraði leikmaður ákvað að leggja skónna á hilluna þar sem hnéð er að stríða honum og fannst honum þessi ákvörðun sú skynsamlegasta. Þessi leikmaður er þekktur fyrir mikinn hraða, snerpu og mikla leikni og verður skrýtið að sjá hann ekki hlaupandi úti á völlum í skærappelsínu gula búning Hollands. Joan Laporta, forseti...

Fótboltafréttakubbur (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Jæja hugarar þá er kominn svona kubbur með fréttum úr fótboltaheiminum! Ef þig langar til þess að skrifa hérna inn á sendu mér skilaboð og við skulum athuga málin. Vonandi líkar ykkur þetta.

Ísland 19-11 Bretland (18 álit)

í Half-Life fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Nei það var ekki einungis landslið Ísland í knattspyrnu sem var að spila í dag því að Counter-Strike lið Íslands spilaði í dag gegn Bretum í ClanBase NationCup. Leikið var í de_train og byrjuðu Íslendingar sem T. Fyrri hálfleikur endaði 12-3 fyrir Íslendingum og endaði Cyru$ lang efstur á meðal Íslendinga. Síðari hálfleikur var ekki alveg eins mikil einstefna en Bretar unnu þann part 8-7 þannig í heildina 19-11 fyrir Íslandi. blibb endaði efstur sem CT. Þetta var fjórði leikur landsliðsins í...

Ísland 21 - 9 Úkraína (7 álit)

í Half-Life fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Íslendingar voru rétt í þessu að rústa Úkraníu í frekar tíðindalitlum og óspennandi leik í de_inferno. Þessi leikur var í ESL ENC keppninni ef marka má MrRed og fór leikurinn 21-9 fyrir Íslandi. Lineup Íslands: spike blibb zombie entex rocco$ Það eru fleiri landsleikir framundan, og idle á #Team-Iceland fyrir nánari fréttir. :) Áfram Ísland!

Ísland 16 - 14 Danmörk (3 álit)

í Half-Life fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ísland vann rétt í þessu Danmörk í ClanBase. Keppt var í de_dust2 og fór leikurinn 16-14. Lineup Íslands: spike entex cyrus zombie blibb Landsliðið spilar gegn Úkraníu á eftir kl 19:30, og vonandi fer þessi leikur öðruvísi en Eurovision fór í gær. Áfram Ísland, #Team-Iceland

Ísland 9 - 21 Svíþjóð (0 álit)

í Half-Life fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Leikur Íslands og Svíðþjóðar var leikinn í gær í de_train. Íslendingar byrjuðu vel með því að vinna fyrsta roundið sem terrorists en töpuðu svo spariroundi klaufalega. Fyrri hálfleikurinn fór 13-2 fyrir Svíana. Seinni hálfleikurinn byrjaði vel fyrir Ísland og unnu þeir fyrstu roundin. En svo tóku Svíar við sér og unnu helminginn 8-7, semsagt, 21-9 í heildina. Lineup Íslands: blibb, zombie, cyrus, entex og Rocco$ Lineup Svíþjóðar: spawn, fisker, bullen, crew og hyper. Næsti leikur...

Ísland 25 - 5 Írland (14 álit)

í Half-Life fyrir 20 árum
Rétt í þessu var leik Íslands og Írlands að ljúka. Það má ekki segja að þessi leikur hafi verið ýkja spennandi þar sem Ísland tók Írland í bakaríið. Spilað var á de_cbble og voru lokatölur 25-5. Lineup Íslands: Some0ne, Cyru$, blibb, zombie, entex & SPIKE Ísland á leik bráðum gegn Svíþjóð að ég held, en idle á #Team-Iceland fyrir meiri og betri upplýsingar. Áfram Ísland

Leiknum frestað. (5 álit)

í Half-Life fyrir 20 árum, 1 mánuði
Landsleik Íslands og Noregs var frestað að beiðni Norðmanna. Leikurinn verður auglýstur síðar, hérna og á #Team-Iceland.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok