Hinn nýráðni framkvæmdarstjóri Liverpool, Rafael Benitez hefur tilkynnt að spænski leikmaðurinn Josemi séu sín fyrstu kaup og hefur Josemi skrifað undir samning við Liverpool. Josemi, sem kemur frá Malaga, er hægri bakvörður en getur einnig spilað sem miðvörður. Kaupverðið er rétt tæpar 2 milljónir punda.

Josemi var með betri varnarmönnunum á Spáni á síðusti leiktíð og töldu spænskir sparkspenkingar að hann myndi flytja sig til stærra liðs í sumar. Benitez þekkir vel til leikmannsins enda hefur hann margoft spilað gegn honum á tíma sínum sem knattspyrnustjóri Valencia og fleiri spænskra liða.

Benitez hafði þetta um málið að segja: “Josemi skrifaði undir samninginn í dag. Ég þekki vel til hans sem leikmanns, hann er góður varnarmaður og góður skallamaður og kemur til með að styrkja liðið til muna. Það er mikilvægt að hafa góða leikmenn, óháð hvaðan þeir koma.”

Liverpool er um þessar mundir að spila á æfingamóti í Bandaríkjunum, og spiluðu þeir sinn fyrsta leik í gærkveldi, unnu Celtic frá Skotlandi örugglega 5-1 með mörkum frá Riise, Owen, tveimur frá nýja leikmanninum Cisse, sem nýlega var keyptur fyrir metfé, og enginn annar en Henchoz skoraði síðan eitt mark. Hans fyrsta mark fyrir Liverpool í síðan hann kom fyrir 5 árum. Hann sagði nýverið í viðtali að hann vonaðist til að skora meira, og vonandi fyrir hann og aðra púllara mun hann gera það.

Grein eftir: massimo