Marc Overmars, leikmaður Hollenska landsliðsins og Barcelona, sem er 31 árs gamall tilkynnti í dag á blaðamannafundi að hann sé hættur að spila knattspyrnu. Þessi leikni og hraði leikmaður ákvað að leggja skónna á hilluna þar sem hnéð er að stríða honum og fannst honum þessi ákvörðun sú skynsamlegasta.

Þessi leikmaður er þekktur fyrir mikinn hraða, snerpu og mikla leikni og verður skrýtið að sjá hann ekki hlaupandi úti á völlum í skærappelsínu gula búning Hollands. Joan Laporta, forseti Barcelona, var viðstaddur blaðamannafundinn þar sem þetta var tilkynnt og þakkaði hann Overmars fyrir vel unnin störf.