Getgátur voru á lofti um hvort hinn nýji framherji Chelsea, Mateja Kezman, gæti spilað leikinn gegn Manchester United sem fram fer 15. ágúst. Kezman á yfir höfði sér 3 leikja bann eftir ósiðlega framkomu þegar hann slóst við Oliver Dacourt, leikmann Roma, í leik liðanna á ChampionsWorld mótinu í Bandaríkjunum.

Kezman byrjar að taka út bannið 17 ágúst, 2 dögum eftir leikinn umædda og er því víst að Mikael Silvestre og félagar í Manchester United þurfi að kljást við framherjann knáa.