Trúarbrögð koma niður á efni sem tengjast vísindum, siðfræði, lögfræði, og fleiru… en þetta eru samt allt sjálfstæðar greinar og tengjast trúarbrögðum í raun ekki neitt. Siðfræði (heimspeki) er sjálfstæð fræðigrein þó að mismunandi trúarbrögð hafi mismunandi siðfræðikenningar, rétt eins og raunvísindi eru sjálfstæð fræðigrein, þó svo að trúarbrögð reyni líka að troða sér inn í hana með sínum kennisetningum.