Hefur misst 26 kg!! Daníel byrjaði í fitness boxinu 26. ágúst. 2007 og hefur náð þeim frábæra árangri að fara úr 112 kg niður í 86 kg.. semsagt hann er búin að brenna af 26 kg!!.. En Daníel er 1,94 á hæð

þegar ég byrjaði var ég með hugarfarið fast á að ná árangri og þ.a.l. varð
ég að breyta mataræðinu.
Áður hafði ég verið í algjöru jukki, þó það hafi ekki
verið gos og sælgæti nema 1x í viku, þá var það svo mikið
eins og kex, djús o.fl. sem maður setti ofan í sig í miklum mæli) og ekkert hugsað um tímann sem leið á milli ‘máltíða’ því ég var nánast alltaf að narta í eitthvað.

Í prógramminu hef ég samt
verið að fá mér óhollustu (nammi) 1x í viku og þá á laugardögum, ekkert mikið
en smá.

Mikilvægt atriði er að ég mætti nánast í hvern einasta fitness box tíma, en frá því að ég byrjaði í ágúst 2007 og þar til nú hef ég einungis misst út 2 tíma. Enda var ég með mín markmið og vissi að það þýddi enga leti eða aumingjaskap til þess að ná þeim ;).

Það sem hvatti mig áfram á allar æfingarnar var löngun mín í að léttast en þó einnig hve gífurlega skemmtilegar æfingarnar geta verið, og það er sagt í fullustu alvöru. Ég bjóst við að þetta yrði kvöl og pína áður en ég byrjaði en eftir því sem æfingunum fjölgaði urðu þær ómissandi þáttur í daglega amstrinu,
eitthvað sem maður einfaldlega gat ekki sleppt. Það var bara eitthvað svo venjulegt að mæta á þær, jafn venjulegt og að sofa!:)
Síðan er þetta allt saman spurning um jákvætt hugarfar vil ég meina.

kv, Danni
Til að fá að vita meira um Fitnessbox klikkið á linkinn hér fyrir neðan

www.box.is/fitnessbox