Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

vitringur
vitringur Notandi frá fornöld 1.026 stig
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig

Re: Hvað er helvíti?

í Dulspeki fyrir 15 árum, 10 mánuðum
er þá ekki “rétt” einnig bundið við það samfélag sem við erum í? Og eru einhver ákveðin gildi sem erum mismunandi milli samfélaga og svo eru önnur sem virðast vera rétt eða röng, sama hvaða samfélag sem við miðum við? t.d. morð

Re: fremur djúp pæling..

í Tilveran fyrir 15 árum, 10 mánuðum
síðan hvernær kemur augnlitur sjónskynjun eitthvað við?

Re: fremur djúp pæling..

í Tilveran fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Það sem ‘við’ köllum ‘okkur’ eru fleiri fleiri mól af litlum eindum sem við getum ómögulega gert okkur grein fyrir. Þegar þau raðast upp á ákveðna vegu og taka nógu mikið pláss þá byrjum við fyrst að geta túlkað þau, sem t.d. auga, eyra, hendur eða fætur. Það sem þú sérð sem auga er einungis til í þeim heimi sem hugi þinn teiknar handa þér. Í raunveruleikanum er augað ekkert annað en samansafn efnasambanda sem lítur ekkert út eins og auga á smáu level-i

Re: fremur djúp pæling..

í Tilveran fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Er verið að tala um félagslegan heim? Myndi frekar halda að það sé verið að tala um heiminn líkt og við túlkum hann. T.d. er brúnn ekki til í alvörunni, heldur einungis túlkun huga okkar á ákveðnum ljósögnum af mismunandi bylgjulengdum. Þannig væru ljósagnirnar (sem við verðum varla vör við, þannig séð) hluti af ‘physical’ heiminum, en eiginleikinn ‘brúnn’ væri hluti af okkar huglæga heimi, heiminum sem við skynjum og túlkum í kringum okkur.

Re: fremur djúp pæling..

í Tilveran fyrir 15 árum, 10 mánuðum
efnislegu ‘við’ eru greinilega hluti af efnisheiminum. Spurning með ‘andlegu’ hlið okkar. Hún býr greinilega í eigin heimi

Re: Afhverju þjóðin ber ábyrgð á Icesave

í Tilveran fyrir 15 árum, 10 mánuðum
átti vitanlega að vera Danmörk. Ruglaðist þar sem ég var að hugsa um Noreg síðar svarinu þar sem núverandi stjórnarfyrirkomulag er alls ekki hægt að kenna þjóðinni um nema þeim sem kusu lýðveldið árið 1944. Þar áður breytist stjórnarfyrirkomulagið ekki fyrir sök þjóðarinnar nema þegar valdi hennar var afhent Noregskonungi með Gamla Sáttmála. En það breytir ekki restinni af svarinu

Re: Afhverju þjóðin ber ábyrgð á Icesave

í Tilveran fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Hvenær samþykkti ég þetta kerfi? Hvenær var þjóðin spurð hvort þetta væri kerfið sem hún vildi? Flestir sem kusu um þetta kerfi eru látnir núna, því kosningarnar voru árið 1944! Og þá var ekki einu sinni verið að tala um að breyta kerfinu heldur að fá vald kerfisins alfarið til Íslands en ekki hafa hluta af því í Noregi. Og í raun samþykkti Íslenska þjóðin aldrei þetta kerfi, það eina sem hún hefur nokkurn tímann verið spurð að og samþykkt var að ganga Noregs konungi á hönd (sem þjóðin leit...

Re: Afhverju þjóðin ber ábyrgð á Icesave

í Tilveran fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Munurinn á Íslandi og Þýskalandi eftir helförina er það að þú værir ekki drepinn ef þú myndir reyna að koma af stað byltingu. Þessvegna ert þú, ég og allir aðrir ábyrgir fyrir því sem stjórnin okkar gerir.Vegna þess að við byltum ekki landinu? Ertu að segja að ég sé ábyrgur fyrir því sem menn inni á þingi gera, án þess að ég hafi kosið þá, vegna þess að ég er ekki búinn að stofna til blóðugrar byltingar? þetta er með því fáránlegra sem ég hef lesið.

Re: Hversu sterkur er réttur móðurinnar?

í Börnin okkar fyrir 15 árum, 10 mánuðum
eða þá var þetta hreinlega heiðarlegur lögfræðingur…

Re: Afhverju þjóðin ber ábyrgð á Icesave

í Tilveran fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Síðast þegar ég vissi þá fékk Hitler sín völd frá lýðræðissamfélagi með fullkomnlega löglegum hætti. En eftir að hann fékk völdin, hafði þjóðin þá eitthvað að segja um það hvað gerðist í landinu? Hvenær var þjóðin spurð um IceSave? Hvernig geturu sagt að þjóðin beri ábyrgð á þessu þegar það eina sem hún fær að segja um málin er hámark einn bókstafur á 4 ára fresti? Þú getur það ekki, ekki frekar en þú getur sagt að saklaust fólk í þýskalandi hafi borið ábyrgð á helförinni. Ríki gera...

Re: Afhverju þjóðin ber ábyrgð á Icesave

í Tilveran fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Rétt eins og þýska þjóðin ber ábyrgð á helförinni?

Re: Íslensk steypa

í Stjórnmál fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Þjóðernishyggja getur verið jákvæð þegar hugsunin kristallast í því að hugsa ekki bara um eigin hagsmuni heldur einnig gera sér grein fyrir öðrum í kringum mann og hugsa um hag annarra. Þetta gerist á svæðum sem eru innan sömu landamæra eða ‘þjóða’. Hins vegar þær stefnur sem hafa verið hvað frægastar fyrir að vera ‘þjóðernissinnaðar’ hafa ekki útfært hugtakið hérna að ofan út fyrir eigin landsteina heldur reyna að útiloka þá sem eru fyrir utan að koma inn og þá í raun að brjóta gegn því sem...

Re: Kæmi sér vel í kreppuni.

í Deiglan fyrir 15 árum, 10 mánuðum
hvað koma ungabörn kannabisneyslu við? :S

Re: Íslensk steypa

í Stjórnmál fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Vissulega. Sem segir mikið um þjóðernishyggju ef það er óhjákvæmileg afleiðing… ekki satt?

Re: Börn

í Tilveran fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Það að fólk ‘þurfi að eignast börn’ er ekki það sama og ‘hvers vegna fjölgar mannkyninu svona rosalega’ Þú veist vel hvers vegna við eignumst börn. þar með heldur tegundin lífi í gegnum endurnýjun einstaklinga. Ástæðan fyrir þessari gífurlegu fjölgun er hins vegar bætt lífsskilyrði í heiminum síðustu öld. Tilkoma olíu sem eldsneyti, skordýraeitur, þungavinnuvélar, erfðabreytt matvæli, tilbúinn áburður, SÝKLALYF… fyrir 1900 vorum við einfaldlega ekki fær um að halda svona mörgum á lífi. Nú...

Re: Fjölgunarstjórnun

í Heimspeki fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Ef við erum þegar komin yfir ákveðin mörk þá skiptir það miklu máli til styttri tíma á meðan lönd með lægri lífsgæði hafa enn þá tilhneigingu að hámarka fólksfjölda sinn.

Re: Atvinnuleysisbæturnar

í Tilveran fyrir 15 árum, 10 mánuðum
hvenær sagði ég það?

Re: Fjölgunarstjórnun

í Heimspeki fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Það er fullt af hlutum í okkar daglega lífi sem eru háð utan að komandi auðlindum. Fyrst og fremst er það náttúrulega eldsneyti, en ef við hefðum það ekki þá værum við alls ekki fær um að rækta og flytja jafn mikinn mat og raunin er í dag. En það er áætlað að ef allur okkar matur væri framleiddur með þessum svokölluðu ‘lífrænu’ aðferðum (enginn tilbúinn á burður, ekki tilbúið skordýraeitur og engin erfðabreyting) þá gætum við einungis brauðfætt 4 milljarða.

Re: Íslensk steypa

í Stjórnmál fyrir 15 árum, 11 mánuðum
nei

Re: Íslensk steypa

í Stjórnmál fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Vissulega. En það að vilja einhverjum gott er ekki það sama og að gera einhverjum gott

Re: Afhverju þjóðin ber ábyrgð á Icesave

í Tilveran fyrir 15 árum, 11 mánuðum
rétt eins og Ítalska þjóðin ber ábyrgð á því að hafa ekki bylt Moussolini? Rétt eins og þýska þjóðin ber ábyrgð á því að hafa kosið Hitler og Hindenburg?

Re: Afhverju þjóðin ber ábyrgð á Icesave

í Tilveran fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Ég veit að þetta er fáranlegt, og ef þetta væri ekki sona þá væri ekki hægt að láta þetta á þjóðina. Það er hægt að skella skuldinni á þjóðina, en þú getur ekki sagt að hún bera ábyrgð á þessu.

Re: Afhverju þjóðin ber ábyrgð á Icesave

í Tilveran fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Ég skil ekki af hverju þeir tegja sig í skattpeninganna okkar sem þeir ætla að nota til þess að borga IceSave og niður einkverjar skuldir.Vegna þess að þeir geta það. Ef menn safna saman fullt af pening í risastóran pott þar sem enginn veit hver á hvað þá efast ég um að það finnist maður á þessu jarðríki sem ekki freistast til að teygja lúkurnar ofan í og grípa sér smá. Peningarnir ættu betur heima þar sem þjóðin gæti frekar notið þeirra sem felst í minni niðurskurði og svoleiðis.Mér finnst...

Re: Íslensk steypa

í Stjórnmál fyrir 15 árum, 11 mánuðum
hvað meinaru með “alvöru” þjóðernishyggja. Það er ekki eins og það sé innifalið í ‘þjóðernishyggju’ að afskipti vegna hennar séu góð fyrir þjóðina. Það er hægt að setja háa tolla í nafni þjóðernishyggju, þó svo að einangrun, viðskiptahöft og minni hnattvæðing sé slæm fyrir fólkið í landinu

Re: Íslensk steypa

í Stjórnmál fyrir 15 árum, 11 mánuðum
auðvitað ekki. Þess vegna sagði ég ekki “ríki og þjóð er það sama”
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok