Nú vælir sementverksmiðjan á Akranesi yfir því að ríkið kaupi ekki steypu af þeim í almennar framkvæmdir. Kvarta yfir því að danskt sement sé notað.

Íslensku þjóðernissinnarnir innan VG og sjálfstæðisflokks taka undir. Jón Bjarnason (ráðherra) segir: “vil frekar íslenska en danska einokun.”

Samkvæmt lögum þá á íslenska ríkið alltaf að kaupa ódýrustu þjónustuna. Ef það á að bjóða skólabörnum pylsur í matinn ber skólastjóranum skylda til að kaupa pylsur frá Goða ef þær eru ódýrastar, SS ef þær eru ódýrastar. Sama gildir um sement.

Ég spyr, af hverju er sementið á Akranesi svo dýrt að það borgar sig að láta flytja það inn frá Álaborg?

Það meikaði sens árið 2007 þegar íslenska krónan var dýr og íslensk laun há. En nú er danska sementverksmiðjan bæði að greiða hærri laun og leggja á sig flutningskostnað, og nær samt að vera ódýrari.