Sæl,

Ég var að lesa í bókinni „Samræður við Guð“ í dag og rakst á þetta áhugaverða lesefni. Ég hvet ykkur öll (já þig líka vitring) að lesa þessar þrjár bækur.


Hvað er helvíti?

- Það er reynslan af verstu, hugsanlegu niðurstöðu þess sem þú hefur valið, ákvörðunum þínum og sköpunum. Það er náttúruleg afleiðing af sérhverri hugsun sem afneitar mér eða segir nei við því sem þú ert, í sambandi við mig.
Það er sársaukinn sem þú þjáist af vegna rangrar hugsunar. Samt er orðtakið „röng hugsun“ rangnefni, því það er ekki til neitt sem heitir rangt. Helvíti er andstæða gleðinnar. Það er ófullnægja. Það er að vita Hver og Hvað-þú-ert og mistakast að upplifa það.
Það er að vera minni. Það er helvíti og það er ekki til neitt stærra fyrir sál þína.
Helvíti er ekki til sem þessi staður sem þu hefur ímyndað þér, þar sem þú brennur í einhverjum eilífðarloga eða lifir í einhvers konar pyntingum.
Hver gæti tilgangur minn verið með því?
Jafnvel, þó ég byggi yfir þeirri einstaklega óguðlegu hugsun að þú ættir ekki „skilið“ himnaríki, hvers vegna þyrfti ég þá að leita eftir einhverri hefnd eða refsingu, fyrir það að þú gerðir mistök?
Væri ekki bara einfaldast fyrir mig að losa mig við þig? Hvaða hefnigirnispartur af mér myndi krefjast þess að ég skipaði þér í eilífa og ólýsanlega þjáningu af þessu tagi?
Ef þú svarar: þörfin fyrir réttlæti, myndi þá ekki einfaldlega bann á sambandi við mig í himnaríki þjóna tilgangi þess réttlætis?
Ég ítreka við þig að það er engin slík reynsla til eftir dauðann, eins og þið hafið búið til í hræðslukenndri trúfræði ykkar.
Samt er reynsla til fyrir sálina, sem er svo óhamingjusöm, svo ófullnægjandi, svo miklu minni en heildin, svo aðskilin frá mestu gleði Guðs, að fyrir sálir ykkar væri það helvíti.
En ég segi ykkur sannlega að ég sendi ykkur ekki þangað, né heldur veld ég því að þið lendið í þessari reynslu. Þið skapið hana sjálf. Hvenær og hvernig sem þið skiljið sjálf ykkur frá ykkar eigin æðstu hugsun um ykkur. Þið skapið sjálf reynsluna, hvenær sem þið afneitið sjálfi ykkar; hvenær sem þið hafnið því hver og hvað þið raunverulega eruð.
En samt er þessi reynsla aldrei eilíf. Hún getur ekki verið það, því það er ekki ætlun mín að þið verðið aðskilin frá mér að eilífu.
Reyndar er svoleiðis nokkuð ómögulegt, því til þess að ávinna sér slíkan atburð, þyrftir þú ekki aðeins að afneita því Hver-þú-ert, ég myndi þurfa að gera það líka. Það mun ég aldrei gera. Og svo lengi sem annar okkar heldur í sannleikann um þig, mun sannleikurinn um þig endast af öllu.

En ef það er nú ekki til neitt helvíti, þýðir það þá að ég geti gert það sem ég vil, hagað mér eins og ég óska, gert hvað sem er, án þess að þurfa að óttast makleg málagjöld?

- Er það ótti sem þú þarfnast til þess að vera, gera og hafa það sem er eðlislægur réttur þinn? Þarf að hóta þér til þess að þú „verðir góður“? og hvað er það að „vera góður“? hver á að eiga lokaorðið um það? Hver leiðbeinir um það“ Hver setur reglurnar?
Ég segi þér þetta: Þú býrð sjálfur til þínar reglur. Þú leiðbeinir þér. Og þú ákveður hversu vel þér hefur tekist til; hversu vel að verki þú stendur.
Því þú ert sá sem hefur ákveðið Hver og Hvað-þú-ert-í-raun-og-veru, og Hver-þú-vlt-vera. Og þú ert sá eini sem getur metið hversu vel þér gengur.
Enginn annar mun nokkurn tíma dæma þig, því hvers vegna og hvernig gæti Guð dæmt sína eigin sköpun, og kallað hana slæma? Ef ég hefði viljað að þú værir og gerðir allt fullkomlega, þá hefði ég látið þig vera áfram á sviði fullkomleikans, þaðan sem þu komst.
Tilgangurinn með ferlinu öllu er sá að þú uppgötvir sjálfan þig, skapir Sjálf þitt, eins og Þú-ert-í-raun-og-veru, og eins og þú vilt sannarlega vera. Samt gætir þú ekki verið það, nema þú hefðir jafnframt val um að vera eitthvað annað.
Ætii ég því að refsa þér fyrir að velja það sem ég hef sjálfur lagt fyrir þig?
Ef ég vildi ekki að þú veldir seinni kostinn, hvers vegna átti ég þá að ðbúa til annan en þann fyrri?
Þetta er spurning sem þú verður að spyrja sjálfan þig að áður en þú útnefnir mig ú hlutverk hins sakfellandi Guðs.
Beint svar við spurningu þinni er já, þú mátt gera eins og þú vilt án þess að þurfa að óttast málagjöld. Það getur samt verið þér í hag að vita um afleiðingarnar.
Afleiðingar eru niðurstaða.
Eðlileg útkoma. Það er alls ekki það sama og sakfelling eða refsing. Niðurstaðan er einfaldlega þessi. Hún er það sem verður til fyrir beitingu náttúrlögmála.
Hún er það sem á sér stað, mjög fyrirsjáanlega, sem afleiðing þess sem átti sér stað.
Allt efnilsegt starfar í samræmi við náttúrulögmál.
Um leið og þú manst þessi lögmál, og ferð að nota þau, þá hefur þú náð tökum á lífinu á efnissviðinu.
Það sem virðist vera refsing fyrir þér, eða það sem þú myndir kalla illt, eða óheppni, er ekkert annað en náttúrulögmál sem lætur til sín taka.