Kvöld eitt í vikunni þegar ég var í minni venjulegu netskoðun rakst ég á áhugaverða frétt á vef Vinnumálastofnunnar. Í fréttinni kemur það fram að atvinnuleysi í júlí hafi verið 8% eða um 13.756 mans. Út frá þessari frétt fór ég að velta atvinnuleysinu fyrir mér. Nú hefur það verið mikið í fréttum að undanförnu að ekki náist að manna frístundaheimili Reykjavíkur borgar. Þannig að þá leiðir maður óneytanlega hugann að því af hverju ástandið sé svona eins og það er?

Maður veltir því fyrir sér hvað sé eiginlega að, það eru laus störf, fullt af atvinnulausu fólki en svo virðist sem ekkert af þessu fólki kæri sig um þessi störf. Þannig að þetta leiðir hugann að enn öðrum hlut, eru þetta kannski bara 13.756 húðlatir íslendingar sem nenna einfaldlega ekki að vinna? Mér er spurn.

Eftir að hafa hugsað málið betur þá komst ég að þeirri niðurstöðu að sennilega væru þetta ekki allt húðlatir íslendingar, þó ég sé nú samt viss um að það séu einstaklingar inn á milli sem nenna ekki að vinna og vilja frekar vera atvinnulausir. Ég tel vandann liggja í öðrum hlutum, atvinnuleysisbætur eru einfaldlega allt of háar. Af hverju í ósköpunum á að borga fólki sem ekki gerir handtak sambærileg laun og þeir sem eru í fullri vinnu? Að mínu mati ætti að lækka atvinnuleysisbætur í samræmi við frítekjumarkið, en það er sett við 100.000 krónur. Mín skoðun er sú að fólk á ekki að vera á það háum atvinnuleysisbótum að það þurfi að greiða skatta.

Aftur á móti tel ég ekki nóg að lækka atvinnuleysis bæturnar, það verða samt latir einstaklingar inn á milli sem ekki nenna að ná sér í vinnu og þiggja frekar bætur fyrir að vera heima en að fara út á vinnumarkaðinn. Þannig tel ég rétt að setja hámark á þann tíma sem fólk getur verið á atvinnuleysis bótum í einu, það mætti til að mynda hámkara tímann við sex mánuði og ef þú hefur ekki sótt um á a.m.k. þrem vinnstöðum á þessum tíma þá væri viðkomanda vikið af atvinnuleysis bótum í sex mánuði. Sem sagt þá þarf fólk að sækja um a.m.k. sex störf á hverjum sex mánuðum, og til þess að halda sér á bótum, ef fólk fær ekki störfin, þarf að skila inn formlegum höfnunum með rökstuðningi frá þessum sex aðilum sem hefðu hafnað viðkomandi einstaklingi.

Þetta eru ekki einu breytingarnar sem ég myndi vilja sjá á atvinnuleysiskerfinu eins og það er í dag. Að mínu mati ætti ríkið að geta kallað það fólk sem er atvinnulaust til starfa hjá eftir þörfum. Það mætti þó ekki ganga inn á starfsfólk sem fyrir er hjá ríkinu né verða til þess að ekki verið endurráðið fyrir það fólk sem lætur af störfum hjá ríkinu. Ég er þá fyrst og fremst að hugsa um vinnu í takmarkaðann tíma í ákveðin verkefni sem væru þá innan þess ramma sem leyfilegt væri. T.d. mætti ríkið kalla til sín iðnaðarmenn sem skráir væru á atvinnuleysisbætur til verkefna sem ríkið er með í framkvæmd, þá væri hugsanleg skilyrði að aðeins mætti nýta atvinnulausa upp að 25% hlutfalli af starfsmannafjölda verkefnisins. Þetta myndi gefa atvinnulausum kost á að hafa eitthvað að gera og leggja fram vinnuframlag móti atvinnuleysisbótunum. Hugsanlegt væri að þeir sem kallaðir væru til vinnu fengju auka greiðslur þannig þeir væru nær öðrum sem ynnu að verkinnu í launum. Þó vil ég benda á að þessi aðferð mætti eingöngu beinast að ríki og sveitafélögum en ekki að einkafyrirtækjum.

Þannig að í stuttu máli er ég á þeirri skoðun að fólk verði að hafa fyrir atvinnuleysisbótunnum sínum, sýn fram á stanslausa atvinnuleit, að öðrum kosti falli það út úr bótakerfi. Einnig er ég á þeirri skoðun að bætur í dag séu allt of háar og því ætti að lækka þær umtalsvert eða niður að frítekjumarkinu. Með þessum aðgerðum auk annara sem ég hef nefnt sé ég fram á talsvert meiri veltu á atvinnumarkaðnum auk þess sem með þessum hætti ætti ríkið að geta náð fram umtalsverðum sparnaði.

Keisari ykkar,
JuliusCaesa