Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

vitringur
vitringur Notandi frá fornöld 1.026 stig
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig

Re: Andsetningar - Reynslusaga

í Dulspeki fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Hann verður bara að gera það upp við sig hvort hann treystir því sem ég segi eða ekki.Þurfti ekki að lesa meira, takk. Ég hef leyfi til þess að taka þátt í umræðum hérna á dulspeki án þess að þurfa að sanna hvert einasta orð.Algjörlega, ég var aldrei að efast um rétt þinn til þess. En þá verður þú líka að gera þér grein fyrir rétti mínum til þess að efast um orð þín og gagnrýna þau. Auðvitað þarftu ekki að sanna hvert einasta orð, ég veit alveg að orð eru til. Ef þú hefðir hins vegar fyrir...

Re: Hugvekja í tilefni dagsins

í Deiglan fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Enda sagði ég aldrei að Pinochet hafi verið fínn gæi eða með ákjósanlegt stjórnarfar. En það sem var gott hjá honum hefur líklegast bjargað fleiri mannslífum en hann drap með köldu blóði

Re: Kannabis Umræða,

í Tilveran fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Ég veit nú ekki til þess að það sé librium í kannabis, þú ættir kannski að lesa betur um innihald þess. En það að eiga erfitt með svefn í nokkrar nætur hljómar ekki svo slæmt miðað við orðin hérna í svarinu á undan.

Re: Meðmæli með spámiðli

í Dulspeki fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Tja, ég treysti því bara og trúi þegar fólk segir mér eitthvað að það reynist vera satt.Og ég veit fyrir víst að það er nóg af kjaftæði sem gengur á milli manna einmitt vegna þessa. Ef einhver færi hinsvegar að halda því staðfastlega fram að það sé fíll í garðinum hans og hann sýni mér saurinn, þykir mér líklegt að sá aðili væri haldinn einhversskonar geðröskunEkki alveg í samræmi við það sem þú sagðir hér að ofan, þú hefur greinilega ákveðinn standard fyrir það sem þú kallar ‘sannfærandi’,...

Re: Ráðherrabílarnir og bílstjórarnir, sukk ?

í Deiglan fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Bretarnir með drottningu trítlandi á háhæluðum skóm eru nú ekki mikið gáfulegri

Re: Meðmæli með spámiðli

í Dulspeki fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Hvernig ætlast þú til þess að eitthvað sem annar aðili segir þér sé satt? Hvaða skilyrði setur þú til þess að sjá til þess að sá sem talar við þig sé ekki hreinlega að ljúga að þér? Hin vísindalega aðferð eru hreinlega þeir staðlar sem við höfum sett til þess að ákveða hvað teljist sannfærandi og hvað ekki. http://en.wikipedia.org/wiki/Scientific_method Það er einmitt það sem er svo merkilegt við vísindi. Þau hafa fært okkur á þann stað sem við erum í dag (iPod, geimskutlur, fjölvarpið). Það...

Re: Þjóðarmorð

í Tilveran fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Alveg sammála. Ef þú ert tilbúinn að fórna öllum pening sem þú átt inni á banka (því það er peningurinn sem bankamennirnir lánuðu) þá er ég sammála þér í því að við eigum ekki að borga neinar skuldir. Mér finnst þetta fyndið að ég eigi alveg jafn miklar kröfur á Landsbankann og hver Breti eða Hollendingur, samt þarf ég að borga skuldir bankans en ekki þeir. Fáránlegt, Hr Steingrímur, vinsamlegast fórnaðu innistæðunni minni og sleppum því að borga IceSave

Re: Heilun og álíka aðferðir

í Dulspeki fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Ef þú átt við líkamlega kvilla að stríða, leitaðu þá læknishjálpar.

Re: Andsetningar - Reynslusaga

í Dulspeki fyrir 15 árum, 9 mánuðum
ég meina, hvað styður mál þitt. Hvað fullvissar greinarhöfund um það að þú sért ekki að bulla upp í opið geðið á honum?

Re: Charter Cities ("Sáttmálaborgir") - Þræláhugaverð hugmynd

í Heimspeki fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Einmitt, viðskiptabann BNA á Kúbu hefur lítið að gera með langvarandi áhrif

Re: Kannabis Umræða,

í Tilveran fyrir 15 árum, 9 mánuðum
hvað er kannabisfráhvarf? Annars sé ég ekki tilganginn í því að benda á hversu kannabis er skaðlegt heilsu. Við erum að tala um bannið/lögleiðingu. Við vitum vel að fólk notar kannabis sama hvort það sé bannað eða ekki, það eru hins vegar áhrif bannsins sem hafa gríðarlega skaðleg áhrif á samfélagið (í raun má rekja flest allan ‘skaða’ vímuefna beint til þess að þau séu á svörtum markaði en ekki löglegum)

Re: Charter Cities ("Sáttmálaborgir") - Þræláhugaverð hugmynd

í Heimspeki fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Eitthvað, en þetta er engan veginn nóg til þess að útskýra það ástand sem er á Kúbu í dag

Re: Þjóðsöngur

í Deiglan fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Ég verð að segja að mér finnst það viðurstyggilegt þegar fólki er mismunað eftir trúarskoðunum, húðlit eða skoðun og maður hefði svona ætlast til þess að þegar búið er að hamra á umburðalyndi, lýðræði og réttlæti alla ævi og grunnskólagöngu manns að þá myndi það endurspeglast í stjórnkerfi okkar. En það er greinilega ekki svo

Re: Þjóðsöngur

í Deiglan fyrir 15 árum, 9 mánuðum
mér finnst þetta fullskiljanlegt. Hvernig er þetta of langt gengið? Er þetta svona öfgafull skoðun? Að finnast aðskilnaður ríkis og kirkju sjálfsagður hlutur og vera tilbúinn að segja að maður sætti sig ekki við minna (eða alla vega lýsa því yfir hversu ógeðfelld hugmynd manni þykir það að einn trúarhópur innan ríkis sem á að heita frjálst, sé hafinn upp yfir aðra)

Re: spurningin

í Tilveran fyrir 15 árum, 9 mánuðum
4

Re: Kannabis Umræða,

í Tilveran fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Flestir fylgjendur réttindabaráttu svertingja í BNA voru líka svartir. Það þýðir ekki að málstaður þeirra hafi verið rangur eða að hvítir menn hafi ekki einnig verið hlynntir réttindabaráttu þeirra, það gefur bara nokkurnveginn augaleið að hagsmunahópar leiða flestar baráttur, sama hvaða barátta það er. Fólk sem talar um að það vill lögleiða kannabis er aðallega vegna þess að flest þeirra neita það sjálft. Þetta ‘vegna þess’ stuðar mig alveg rosalega. Ef að þau neyta þess nú þegar þá þýðir...

Re: 3 hlutir

í Tilveran fyrir 15 árum, 9 mánuðum
ómissandi

Re: 3 hlutir

í Tilveran fyrir 15 árum, 9 mánuðum
1. cheap flash strategy internet leikir 2. civilization serían 3. samloku

Re: Andsetningar - Reynslusaga

í Dulspeki fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Tilraunastarfsemi skilar engu góðu! Nú? Hvernig fengu þá þessir spekingar sem þú mælir með sínar niðurstöður? Eða hefur kannski aldrei neinn prófað neitt af þessu? Var það bara einhver besservissar sem bullaði upplýsingarnar í allar þessar bækur sem þú talar um?

Re: Kannabis Umræða,

í Tilveran fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Hvað meinaru með ‘steiktari’?

Re: Kannabis Umræða,

í Tilveran fyrir 15 árum, 9 mánuðum
ég hef ekki séð eina rannsókn sem sýnir fram á þessa svokölluðu ‘miðtaugasteikingu’ sem fáfrótt fólk notar svo oft sem rök. Og það að eitthvað sé ólöglegt eru ekki rök fyrir því að hafa það ólöglegt, það er bara hringrökvilla á hæsta stigi.

Re: Þjóðsöngur

í Deiglan fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Hvað ertu að meina ‘taka hana of langt’? Það er ekki eins og við viljum að menn afneiti guði í þjóðsöngnum… Sem sagt, bara með því að tala um það sem þú viðurkennir að þú ert sammála um, þá erum við að fara með umræðuna of langt? Hvað er svona öfgafullt í þessum korki?

Re: Köttur missir auga.

í Dulspeki fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Hver segir að til séu orkustöðvar?

Re: Þjóðsöngur

í Deiglan fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Sem sagt það hefði verið fínt ef Hitler hefði bara notað gyðinga sem þræla, þar sem það er greinilega ekki jafn slæmt og að drepa þá? ranglæti er ranglæti og við eigum ekki að sæta okkur við það. En annars er ekkert að því að bera helförina saman við þetta. Ég sagði aldrei að skattur og þjóðarmorð væri það sama, heldur var einungis að taka dæmi þar sem sama aðferðafræði var notuð (þó hún hafi vissulega verið undir öðrum kringumstæðum, aðgerðirnar voru aðrar og afleiðingarnar allt aðrar). Það...

Re: Þjóðsöngur

í Deiglan fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Afsakaðu, ertu af gyðingaættum? Ef þú tekur þetta dæmi svona nærri þér þá skal ég finna annað dæmi þar sem ríkisvaldið hefur kúgað minnihlutahópa á meðan meirihlutinn gerir ekki neitt. Rökin halda og því er ekki kjánalegt að taka helförina sem dæmi. Hún er einfaldlega þekktasta dæmið og ætti ekki að fara fram hjá neinum. Ef það fer hins vegar svona í taugarnar á þér þá getum við vel bent á aðstæður svertingja í S-BNA á 6. áratug síðustu aldar. Átti hvíta fólkinu að vera sama um...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok