Hæ.
Ég á góðan vin, sem er mjög, mjög næmur fyrir dánu fólki og finnur og sér anda og sálir.
Hann kemur úr fjölskyldu sem eru öll svona, og móðir hans vinnur sem miðill og hefur oft látið anda fara í gegnum sig og aðra til að koma skilaboðum að handan í gegn.
Hún hefur þjálfan hann vel og kent honum allt sem þarf að gera í sambandi við þetta.

Í húsi góðrar vinkonu okkar eru 3 hæðir, hún býr á efstu.
Á miðhæðini er íbúð sem stendur auð, þar bjó kona sem dó fyrir sirka ári síðan, við þektum hana vel öll og það var mikill missir þegar hún dó.
Þessi kona er ekki ennþá farin úr húsinu sínu, og þessi vinur minn finnur fyrir henni og sér hana í hvert skipti sem við förum í heimsókn, sem er nánast á hverjum degi.
Í kvöld ákvað vinur minn að leyfa henni að koma á yfirborðið í gegnum sig.
Við byrjuðum á því að bara ég og hann fórum niður á aðra hæð hússins, ég þekki þennan strák vel og veit að hann getur ekki verið alvarlegur í 1 mínútu´, og getur því ekki feikað hluti sem þessa.

Hann byrjað á því að setja höndina á hurðina hennar og fann að hún er inni.
Því næst snýr hann baki í hurðina og setur báðar hendur afturábak á hurðina sjálfa og lokar augunum.
Ég stend beint á móti honum (og ég kann að láta andann yfirgefa líkaman hans) og fylgist með.
Eftir sirka 15 sekúntur þá hrekkur hann til og augun hans verða alveg hvít, hann horfir í kringum sig og starir svo á mig.
Ég panikka og afturkalla vin minn í sinn líkama.
Honum varð svo við að hann þurfti að fara upp og Kasta upp.
Ókei, svo líður sirka klukkustund og þá ákveðum við að reyna aftur.
Nema í þetta skipti fer vinkona mín sem á heima á efri hæðini með mér, þar sem ég var of hræddur til að fara einn, þar sem þetta er mín fyrsta reynsla af slíkum yfirnáttúrulegum hlutum.
Og við endurtökum þetta, eftir sirka 20 sekúntur þá hrekkur hann mjög við, dettur á gólfið og reisir sig síðan við og glápir ofaní gólfið, ég gjörsamlega panikkaði en ákvað samt að afturkalla hann ekki strax, eftir 5 sekúntur reisir hann höfuðið við, og horfir á okkur og spyr “hvað við séum að gera?”
Mér verður svo ofboðslega við þetta þar sem ég sá strax að það var eitthvað annað í líkamanum hans, önnur rödd, hann hreyfði sig öðruvísi og var bara ekki hann sjálfur.
Ég ákvað að afturkalla hann eins og skot.
Þá fellur hann á jörðina og byrjar að gráta, þar sem hann segist hafa fundið tilfinningar þessara konu í gegnum sig og að henni líði hrikalega illa og komist ekki út.

Þá ákváðum við að endurtaka leikin eftir sirka klukkustund, nema þá erum við komin með góðan vin okkar sem hefur lesið um og lært um slíkar athafnir síðan á barnsaldri, hann er sjálfur virkilega næmur og sér orku mjög vel.
Hann ákveður að fara með þulu áður en við gerum þetta á ný og síðan endurtökum við þetta.
Í þetta skipti kippist “andsettni” félagi minn við, en stendur grafkjurr og starir á okkur með stærstu augum sem ég hef séð.
Hér kemur samtalið sem okkur fór á milli:

Hann: Hæ
Ég: Sæl kristín, veistu hver við erum?
Hann: Nei, en þessa þekki ég (bendir á vinkonu mína)
Vinkona mín: við vildum vita hvort það væri allt í lagi, við vitum að þú ert alltaf hérna og kemst ekki út
Hann: Byrjar að öskra af öllum lífs og sálarkröfum.

Þá sér þessi vinur minn sem er með okkur (eins og ég sagði áðan þá er hann mjög næmur fyrir orku) 2 skugga rísa meðfram veggnum og reynir að komast inní “andsettna vin okkar” og við afturköllum hann um leið.
Vinur okkar sem var andsettinn byrjar að gráta á ný og getur ekki staðið í lappirnar og við höldum á honum upp.
Við gefum honum kalt vatn og leggjum hann í rúmmið og leyfum honum að jafna sig.

Þetta ætlum við ekki að gera aftur, allavega ekki án móður hans.
Vildi bara deila þessu með ykkur.
Og ég tek það fram, að þetta var engan vegin grín, eða fyndið, eða lygi, þetta var grafalvarlegt og á tímapunkti var ég virkilega hræddur.

:)
Vona að einhver hafi lesið.


Bætt við 22. september 2009 - 00:36
Veit einhver hvað var í gangi?
hefur einhver annar slíkar reynslusögur?
I