Ég myndi nú halda að anarkistar væru óánægðir með mest allt sem ríkið gerði, ekki bara að taka eignir fólks með valdi heldur einnig að segja þeim hverjum það má eyða ævinni með, hvernig kynlíf það má stunda, hvaða efni það má setja í eigin líkama, hverjum það má lána pening undir hvaða skilyrðum, hvaða vörur það má kaupa á hvaða verði og hvaðan það kaupir þær, hvað börnin þeirra læra í skóla, hvort það megi útvega öðru fólki læknisþjónustu… listinn er ekki tæmandi