Eins og ég sagði, þá er þessi skoðun út í hött. Nákvæmlega eins og að segja: Mér er alveg sama þó fólk drekki áfengi, það kemur mér ekki við, en ef ég sé einhvern selja/kaupa/neyta áfengis þá ætla ég að berja viðkomandi og taka allan peninginn hans. Því þar er nákvæmlega það sem þú ert að segja með því að vera fylgjandi banninu. Þú ert að segja að þér sé alveg sama um neyslu annarra, á sama tíma og þú styður aðgerðir lögreglu sem elta uppi kannabisneytendur, beita þá ofbeldi og taka af þeim...