Það sem virðist heilla flesta við ESB er að geta fengið Evru til landsins til að veita hagkerfinu stöðugleika.

En hvers vegna byrjum við ekki að versla með evrur núna? ESB hefur ekkert vald til þess að banna fólki að versla með evrur.

Hins vegar, ef við tækjum upp evru einhliða þá myndum við ekki njóta ‘stuðnings’ evrópska seðlabankans.

En í ljósi þess hve skaðleg áhrif seðlabankar hafa á hagkerfi með því að skapa verðbólgu, óðaverðbólgu, kreppur, hallæri og kreppuverðbólgur þá sé ég enga ástæðu til þess að biðja um stuðning evrópska Seðlabankans.

Mæli með því að hér verði seðlabankinn lagður niður og peningamál verði frjáls.

Fyrir þá sem geta ekki hugsað sér samfélag án miðstýrðra peningamála þá má líta til Panama sem dæmi. Þar hefur aldrei verið seðlabanki og þar er eitt frjálsasta bankakerfi í heimi og samt hafa þeir aldrei lent í alvarlegum gjaldeyris eða peningavandræðum frá sjálfstæði sínu, eina land í rómönsku-Ameríku sem getur státað sig af því…

http://mises.org/story/2533
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig