Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: LadyJ komin aftur líka :D

í Djammið fyrir 18 árum, 11 mánuðum
woohoo… loksins loksins, djammdrottningin komin aftur :) gangi þér vel ;)

Re: BT þjónusta

í Græjur fyrir 20 árum, 9 mánuðum
ok, það hefði náttla átt að segja þér að þetta var sýningarvél, mistök hjá afgreiðslumanninum (kanski hafði einhver annar pakkað henni eða eitthvað)…. en “NIÐUR MEÐ BT!!!!” ??? endaði þetta ekki farsællega? þú fékkst nýja vél, ekkert mál ?

Re: Medion talva....

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 11 mánuðum
266 minni já en msi móbó með sis kubbasetti og 7200sn diskar eru í þessum vélum

Re: nVidia's Benchmark Cheating

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 11 mánuðum
nú hefur Futuremark gefið út patch fyrir 3dmark sem kemur í veg fyrir þetta svindl, en eftir patchið kom í ljós að ati scoraði líka lægra svo þeir voru líka að svindla….. það mál er í ransókn :)

Re: Matrix símarnir lentir í BT.

í Farsímar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
nei! 256color er 8bit, 65.000 er 16bit = miklu flottara (256 sinnum :)

Re: Logitech MX700 ??

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 11 mánuðum
ég er að nota mozilla og þessa mús og allt virkar fínt hjá mér (back-forward), hlítur að vera eitthvað undarlega stillt hjá þér :) besta mús sem ég hef prófað.

Re: Verðskrá hjá Símanum og Og vodafone

í Farsímar fyrir 21 árum
BTGSM er ódýrast og er með nokkur þúsund notendur og já það keyrir á kerfi vodafone sem er bara alveg þokkalegt…. ég mundi segja að það væri fínn valmöguleiki fyrir þá sem eru að pæla :) já ég er með btgsm og er mjög sáttur notandi :þ

Re: Sannleikurinn um HABL (bráð lungnabólga)

í Deiglan fyrir 21 árum
Var ekki verið að tala um það um daginn að dánartíðnin gæti hugsanlega verið allt að 15%? heyrði það líka um daginn að landlæknir hafi sagt að það væri ekki hvort heldur hvenar þessi veiki berist hingað

Re: Verðskrá hjá Símanum og Og vodafone

í Farsímar fyrir 21 árum
Það vantar btgsm :) Stofngjald: 0kr Mánaðargjald: 499kr Frítt í 2 innan kerfis 7.99kr mín innan kerfis 13.99kr mín utan kerfis SMS 7.99kr Upphafsgjald kr. 2.99,- 7.99,- lágmarksgjald þegar hringt er BTGSM í BTGSM Reikiálag 4.99,-. ekki möguleiki á frelsi

Re: scooter í höll!!!

í Danstónlist fyrir 21 árum, 1 mánuði
/me dansar happy hardcore dansinn með fullar hendur af glowsticks… víííí :þ Ég held það eigi eftir að verða mjög gaman þarna

Re: Akkuru ekki???

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
Vel getur verið að BNA séu með eitthvað “plot” í gangi en ég hef ekki enn séð neinn koma með nein rök því til stuðnings sem ekki hefur verið traðkað vel á. Nægilega gott “plot” fyrir mér er að minnka líkur á að efna-, sýkla- eða kjarnavopn komist í hendur hriðjuverkahópa sem hugsanlega geta byrjað að planta þeim um allan heim og eru BNA menn búnir að fá að kynnast því hve slæmt það er með 9/11, og ef þeim tekst að hjálpa írösku þjóðinni frá stjórn Saddams í leiðini þá er það bara hið besta...

Re: Him margrómuðu flugskeyti.................

í Deiglan fyrir 21 árum, 1 mánuði
“en til hvers þá að hertaka allar borgir í Írak og sitja svo um Bagdad á meðan maður sprengir hana í loft upp” það heyrir nú til algjörra undantekninga að þessi flugskeyti séu að sprengja baghdad í loft upp, heldur nær eingöngu ríkisbyggingar (af einhverjum 500-1000 flugskeytum þá finst mér ekki mikið að 10 hitti aðeins framhjá, tala nú ekki um ef þessi ruglbúnaður er til staðar). En hvernig á BNA öðruvísi að koma Saddam og stjórn hanns (sem er btw tilbúinn að fórna öllu landinu sínu fyrir...

Re: Him margrómuðu flugskeyti.................

í Deiglan fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þessum sprengjum er mikið skotið frá skipum sem eru í fleiri hundruð kílómetra fjarlægð, hvernig er hægt að búast við að hver einasta hitti alveg uppá millimeter. Svo er líka vitað mál að Saddam notar óbreytta borgara (konur og börn meðtalin) til að verja sig og sína.

Re: Akkuru ekki???

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
“Hvað bendir annars til þess að BNA munu ‘frelsa’ írösku þjóðina?” Það markmið sem Bandaríkjamenn eru með er að koma burtu Saddam og ríkisstjórn hanns, koma af stað lýðræðislegu ríki sem er vinveitt vesturlöndum (þar mað talið okkur), staðfesta bandamanna er mikil og ekkert sem bendir til þess að þeim muni ekki takast að “frelsa þjóðina”. Það er bæði okkur og öðrum vestrænum ríkjum í hag að efla alþjóðasamskipti og verslun. Af hverju þarf alltaf að vera eitthvað “leynilegt” markmið með svona...

Re: Hvers vegna farið er inn í Írak núna.

í Deiglan fyrir 21 árum, 1 mánuði
“Það voru aðallega skólabörn!” þetta er einmit málið, mjög stór hluti af því fólki sem er að mótmæla veit ekkert um hvað það er að tala og hleypur bara og byrjar að mótmæla þegar það heyrir orðið “stríð”. Ég var td. spurður um daginn “Hey, fórstu á mótmælin?” eins og þetta væri einhver skemmtun, fullt af fólki samankomið á ingólfstorgi eða whatever að syngja og spila um frið og allt það og voða gaman. Ég verð nú bara að segja að þessi afstaða ungs fólks um allan heim veldur mér miklum...

Re: - um skæruliða ..

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
“að innrásin í Írak hafi verið ákveðin og undirbúin talsvert fyrir 9/11.” þetta er náttla alveg skyljanlegt þar sem þá hafði stefna SÞ í 10 ár verið að annað hvort skyldi Saddam afvopnast eða hljóta verra af. Auðvitað er þá strax byrjað að plana en 9/11 virkaði svo bara sem vítamínsprauta fyrir þá sem opnuðu augun fyrir hinni raunverulegu hættu sem stafar af hriðjuverkum.

Re: Smá um mína hlið á málinu..

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
Árásin sem var gerð fyrst var á staði sem talið var líklegt að Saddam og synir hanns héldu sig, ef hægt hefði verið að ná honum þannig þá hefði restin af þessu stríði verið mun auðveldari, færri íbúar láta lífið og fyrr hægt að steypa ríkisstjórninni

Re: Smá um mína hlið á málinu..

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
“en jú jú þeir hefðu kannski mátt bíða og fá samþykki SÞ” Þar sem Frakkar voru fyrirfram búnir að segja að þeir myndu fella allar tillögur þá voru SÞ hvort eð er fallnar :(

Re: 7-800þús saklausra Íraka deyja í þökk Íslands

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þó að þú styðjir ekki þetta stríð þá þýðir það ekki að enginn íslendingur geri það. Hvort þetta stríð sé löglegt eða ekki hefur mikið verið rætt um en sitt sýnist hverjum um það. Ljóst var að eitthvað þyrfti að gera, ekki voru UN að gera neitt gang svo einhver varð að taka þetta í sínar hendur og þar sem bandaríkin voru búin að finna smjörþefinn af ógninni og búa yfir öflugum her ákváðu þeir að grípa til aðgerða. Svona brjáluð stjórn sem Saddam er, sem býr -MJÖG líklega- yfir töluverðu magni...

Re: 7-800þús saklausra Íraka deyja í þökk Íslands

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
er þá ekki alveg eins hægt að segja um þig: da da da …. *hóst* helvítis kanahatari *hóst* ..da da da..

Re: 7-800þús saklausra Íraka deyja í þökk Íslands

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
ok, þó þeir nái aldrey að finna Saddam munu þeir samt ná að steypa stjórn hanns, valdakerfi og binda enda á allt það brjálæði sem ríkir þarna sem er ekki hægt öðruvísi en með stríði. Að drepa saddam er bara mjög stór bónus, bæði fyrir íraka og heimsbyggðina alla.

Re: 7-800þús saklausra Íraka deyja í þökk Íslands

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
Innrás eftir nokkra mánuði hefði ekki breytt neinu máli. Eins og svo oft hefur komið fram þá var ekki hlutverk vopnaeftirlitsins að njósna í írak og leita uppi þau ólöglegu vopn sem írakar gætu átt heldur að tryggja að þeim vopnum sem þeir sögðust eiga væri eytt. Ekkert hefur gengið núna í 12 ár hjá vopnaeftirlitinu að láta Íraka eyða þessum vopnum, ekki fyrr en bandaríkin hótuðu hervaldi… þá eyddu Írakar nokrum drasl flaugum… vei En hvað gerist svo á fyrsta degi stríðs? jú, Saddam og her...

Re: Ice Ventura #2 : Sergey Pimanov

í Djammið fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þetta var nú bara alveg frábært kvöld…. og namminamm, fullt af osti :)

Re: Raftónlistadjammkvöldin ( hjá dreamworld og fleirum)

í Djammið fyrir 21 árum, 2 mánuðum
add1 SVIKARI!!!! ;) en þú átt alltaf að vinna annan hvern laugardag, ert bara alltaf að biðja um frí… pirr að sjálfsögðu lætur maður sig hafa það, mætir í góðum fíling og djammar frá sér allt vit og mætir hálf beyglaður í vinnu daginn eftir. Verst bara að allir hugsa ekki svona. add1 kjelling, þarft 2 daga til að jafna þig, hvað ertu eiginlega að gera af þér þarna??? hmmm….. :þ

Re: I gærnott klukkan half fjögur a svörtum benz!!!!!!

í Djammið fyrir 21 árum, 2 mánuðum
bwahahaha…. gangi þér vel vinurinn :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok