Kæru hugarar,

loksins er komið að því, Sergey er væntanlegur eftir alla þessa bið. Ég vona bara að fyrir vikið vita fleiri af þessari uppákomu Dreamworld á Gauknum á föstudaginn!

En svona smá til að rifja upp:

Pimenov hóf feril sinn sem dj á fyrstu útvarpsstöðinni í Rostov, í heimabæ sínum í suður Rússlandi, útvarpsstöðin hét “Radio 103” og þátturinn sem hann var með kallaðist “TechnoHouseCompilation” og var aðeins helgaður danstónlist.
Fyrsti þátturinn var útsendur í Desember 1992 við miklar og góðar undirtektir.

Upp frá þessu var hann bókaður á marga klúbba í Rostov og héruðum þar í kring, og svo í öðrum borgum eins og Krasnodar, Stavropol og Sochi. Einni spilaði hann á “Vostochnyj Udar” og “KaZantip'98” (sem hann spilaði reyndar með PPK), sem eru stór rave en KaZantip er það stærsta sem haldið er í Rússlandi ár hvert.

Árið 1998 komu þeir saman, Sergey Pimenov, Alexexander Polyakow og Dj Korzh og spiluðu saman á tónlistarhátíð í heimabæ þeirra, en þaðan kom nafnið PPK sem eru upphafsstafir þeirra. Þaðan lá leiðinn beint á KaZntip tónlistarhátiðina og gáfu þeir fljótlega út plötuna Slave á eftir því (árið 1999).
Sama ár ákváðu þeir að setja sum laga sinna á netið á mp3 formi svo fólk gæti sótt tónlistinna þeirra þar ókeypis. Í desember 1999 náði lag þeirra “21st Century” fyrsta sæti yfir vinsældir á www.mp3.com
Árið 2000 yfirgaf Korzh þá síðan og hóf sinn eigin sólóferil, en þá gáfu þeir Pimenov og Polyakow út tilraunamixið “I have a dream” með brotum úr frægri ræðu Martin Luther King, það var svo sumarið 2000 að lagið náði öðru sæti inná mp3.com
Um haustið sendu þeir svo frá sér hittarann “ResuRection” sem komst á toppinn og var Paul Oakenfold farinn að spila þetta lag inní sínum settum útum allan heim í apríl 2001.
Seinna árið 2001 bauð Oakenfold þeim samning við labelið sitt, Perfecto Records. Síðan hefur leiðin aðeins legið upp á við. 8.nóvember 2001 er “ResuRection” orðin fyrsta rússneska smáskífan til að komast inn á A-spilunarlista BBC radio 1.
26.nóvember er smáskífan síðan gefin út í Evrópu og Bandaríkjunum og í framhaldi af því flýgur hún beint í 3.sæti breska danslistans og er þar með orðinn frægasta smáskífa sem hefur verið gefinn út af rússneskum DJ.

———————————————— ————–

Ég held þetta muni verða massa kvöld, ætla ekki allir örugglega að koma?

Annars heyrði ég það að lætin myndu halda áfram síðan á Laugardagskvöldinu, en þá yrði svona “eftirpartý” á Spotlight og hann Sergey myndi líklegast mixa eitthvað smá þar í búrinu með Badda…

Þannig endilega að taka þessa næstu helgi frá í brjálað djamm!
(ég ætla sko að gera það :) )

kv,

LadyJ