Mig langar aðeins að deila með ykkur smá upplifun. Þannig er mál með vexti að betri helmingur minn fór á stúfana að leita sér eftir ferða CD spilara, Í BT í kringlunni var val um tvær gerðir af sony spilurum, annar á ca.18þús og hinn á ca.19þús. þegar spurt var um tækin og munin á þeim var öxlum yppt og sagt að það væri sennilega bara verðmunur !!! en jú sá ódýrari var með forriti sem hægt var að nota til að þjappa músik á einn disk. Án þess að velta sér meira upp úr þessum fátæklegu svörum var ódýrari spilarinn keyptur. Undirritaður var örlítið undrandi þegar betri helmingurinn birtist stollt yfir framkvæmdasemi sinni og að hafa nú skákað græjusérfræðing heimilisins heldur betur með kaupunum á þessu glæsilega tæki, (án samráðs við sérfræðinginn) ! Jú vissulega leit tækið nokkuð glæsilega út, gljáandi silfrað með alls kynns límiðum sem gáfu til kynna alla þá kosti sem tækið prýddu. (Kostina sem sölumaðurinn í búðinni “gleymdi” að kynna sér) En þá var komið að sérfræðingnum að gera raunverulegt græjutékk, disk var smellt í og allt skrúfað í botn, eitthvað létt hljómurinn þó standa á sér því í dvergheyrnartólunum sem fylgdu í pakkanum heyrðist líkt og stillt væri á meðal styrk hið mesta en ekki í hvínandi botni. Þá var tækið tengd við stofutækin, ekki virkaði græjan neitt betur þar og þurfti að keyra magnarann nánast í botn svo eitthvað heirðist. Nokkrum dögum síðar ákvað ég að fara með tækið í BT og lýsa óánægju minni með virkni græjunnar.
Þar tók á móti mér drengur sem varð hálf vandræðalegur og vísaði mér á verslunnarstjóra sem var ósköp góðleg ung stúlka, þegar hún hafði lokið símtali og sneri sér að mér og ég lýsti óánægju minni með tækið, og jafnframt því að kassanum utan af spilaranum hefði óvart verið hent og bar mig frekar illa. Hún sagði að þetta kæmi þeim ekkert við og ef spilarinn væri bilaður skildi ég fara með hann sjálfur á verkstæði sem væri jafnframt umboðsaðilli tækisins og héti Sónn í Einholti. Hún var þó aldrei ókurteis, en virtist þó ekki hafa mikinn áhuga því hvort kúnnin væri ánægður né heldur virtist hún þekkja inn á tækið frekar enn sá sem seldi það nokkrum dögum áður, eins sagði hún að fyrst að kassann vantaði væri ekki hægt að skipta spilaranum ! Með þetta fór ég í Einholt og rakti þar sögu mína fyrir ágætlega almennilegri afgreiðslu manneskju, hún tók spilaran og hvarf á bakvið og kom skömmu síðar og tjáði mér að ekki hefði komið svona spilari inn áður enn það ætti að vera stilling sem varnaði manni heyrnarskemmdum sem sennilega ylli þessu, “lestu bara bæklinginn og þá geturðu tekið þessa stillingu af” þar sem ég var með bæklinginn með mér tók ég að fletta sem óður maður þar til ég fann hvernig þessi heyrnarskemmdarvörn skyldi tekin af, sko til bls. 23 sagði allt um þetta, til þess að spara mér auka ferð spurði ég hvort ég gæti fengið lánaðann disk svo ég gæti prófað tækið áður enn ég færi, “nei við eigum engan disk” (ekki skil ég hvernig hægt er að reka radioverkstæði og eiga ekki diska til þess að prófa tækin !!! en það er annað mál sem mér er ekki ætlað að skilja) ég storma þó nokkuð glaður í bragði þó út í bíl þar sem ég taldi að þarna hlyti hundurinn að vera grafinn, ég var svo lánssamur að vera með disk með Hebba Guðmunds í bílnum sem mér hafði verið gefin sem auglýsing frá Glitni fyrr um daginn, þannig að prófun gat farið fram. Það olli mér þónokkrum vonbrigðum þegar ég komst að því að þetta var ekki meinið :( þar sem ég sat bara í bílnum í stæði í Einholti arkaði ég aftur inn á verkstæðið. Þar var þá komið fleira fólk sem beið eftir afgreiðslu og meðal annara ungur drengur með móður sinni sem hélt á cd spilara sem ég gat ekki betur séð enn að væri nákvæmlega eins og minn og var að lýsa nákvæmlega sama vandamáli !!!! Þá var viðgerðameistarinn sjálfur kominn fram, og klóraði sér í hausnum yfir þessu og sagði að tækið væri bara svona ! Þegar komið var að mér og ég sagði honum að ég væri með sama vandamálið, tók hann spilarann og prófaði og jú ekki var nú mikið blast í honum, en málið væri sennilega það að ekki væri line out heldur bara headphones plug, og hann væri bara ekki gerður fyrir mikið blast, ég tjáði honum að ég vildi jú hafa “blast” í mínum græjum og hvað skyldi ég gera, hann væri jú umboðsaðillinn (samkvæmt verslunnarstýru BT í kringlunni) nú hváði hann, “við erum bara viðgerðaraðilli, Sony setrið í skeifunni er umboðsaðilli, talaðu við þá” Enn frekar sannaðist fyrir mér áhugaleysi starfsfólks BT sem virtist vita minna en ekkert um þá vöru sem er á boðstólum í verslunum þeirra ! Ég keyrði af hálfum hug í átt að Sony setrinu orðin frekar hvektur á því sem undan var gengið. Það tók þó ekki langann tíma þegar þangað var komið að redda málunum, ungur sölumaður sem vissi nákvæmlega allt um tækinn og rakti fyrir mér munin á þessu og nokkrum öðrum gerðum sem í boði voru, jú radíókallinn hafði rétt fyrir sér, það vantaði “line out” og fyrir u.þ.b. þúsund kall í viðbót var hægt að fá spilara með “line out” nú vantaði kassan utan af spilaranum ! ekkert mál, við verðum að selja þinn með 12% afslætti og ef þú sættir þig við þau afföll þá bara skiptum við ! Jú ég var meira en sáttur við það því spilarinn minn var að mínu mati ónothæfur, “enn ef þú tekur sýningarspilarann hjá okkur þá sléttast þetta út” ! Ekki málið, tveim mínútum seinna gekk ég út glaður í bragði eftir að hafa borgað 800 krónur í milli og fengið tækið sem okkur langaði í.
Niðurstaða mín eftir daginn er einföld, næst þegar heimilið verslar græjur af einhverju tagi verður verslað hjá Sony setrinu !
í BT mun ég aldrei koma inn framar.
kv,
babu