Nú samkvæmt mörgum vestrænum stríðssérfræðingum er áætlað að mannsfall á Íröskum borgurum verði á bilinu 7-800þús & hvernig er hægt að réttlæta þvílíkt þjóðarmorð.Ekki það að þessar tölur komi manni á óvart meðað við myndir frá Írak, hvað þá orð Rumsfeld sem segir að þriðja heimsríkið Írak fái að sjá sprengjuregn sem á sér enga hliðstæðu í sögu stríðs.Einnig segir hann að allir þeir hermenn sem muni spilla olíulindum landsins verði sóttir fyrir stríðsrétt, þetta sýnir manni að Olían spilar RISAþátt inní þetta stríð.Það var reyndar vitað mál enda eru nóg af löndum sem eiga gjöreyðingarvopn & eru stjórnuð af mönnum sem verða að teljast bilaðir en
þau lönd skipta engu fyrir BNA þar sem ekkert er á þeim að græða.Reyndar er einn hlutur sem einræðisherrar þjóða geta lært af þessu er að betra er að eiga kjarnorkuvopn þar sem líkurnar að Bandaríkin munu ekki þora að ráðast inn, en sú þróun gæti orðið ógnvænleg & ekki beint huggandi að vita til þess að aftur þyki betra að búa yfir kjarnorkuvopnum.Fyrir utan það að Bandaríkjamenn vaða á Íraka án samþykis SÞ sem lýsir hvað best þeim yfirlætisgangi sem þeir hafa uppi.Bush hefur reynt að lýsa umhyggju sinni yfir almenning í Írak & reynir að telja fólk í trú um að hann sé á þeirra bandi, ekki getur maður tekið það trúanlega þegar Bandaríkja menn eru að bomba Bagdad í tætlur í þessu TILRAUNA stríði sínu.Það er komið á daginn að BNA eru að prófa öll sín nýjustu vopn & bomba þeim miskunnarlaust á saklausa borgara, þessi grimmd er viðurstyggileg & það er deginum ljósara að Saddam gæti ekki drepið nánda nærri mikið af sínu fólki & Bandaríkjamenn gera nú þegar.Einnig veit maður ekki hversu langt maður gengur í trú sinni hversu grimmur Saddam er þó það sé alveg ljóst að maðurinn sé óþokki,þar sem sjónvarpsáróðurinn er yfirgengilegur & ekki trúi ég vestrænum sjónparsstöðvum í einu & öllu.
Einnig er
hlutur sem er athyglisverður en þó í meira lagi viðbjóðslegur en það er að sprengjuárásir á Írak er á vinsælasta sjónvarpstíma í Bandaríkjunum sem sýna hversu BNA nota sér nútímann & áróðurinn til hins ýtrasta.Það er fáfræði að halda að Bandaríkjamenn séu í einhverji krossferð til þess að gera heiminn betri, það er fullt af öðrum stöðum en Írak sem eru miskunarlausari einvaldir & hættulegri þjóðir en ef Bandaríkjamenn eiga ekki hagsmuna að gæta þá er þeim alveg sama.Það eru aðrar leiðir fyrir BNA heldur en að fara í stríð, fyrir utan það vopnaráð fékk engan tíma hefði frekar verið SKYNSAMLEGRA að styrkja innri samtök í Írak gegn Saddam & Arabaríki í kring því þetta er mun frekar mál Arabaríkjanna heldur en lands hinu meginn á plánetunni.Þáttur Ísland er nátturulega aumkunarverður en ég get ekki trúað að nokkur friðelskandi maður sjái sér fært um að kjósi sjálfstæðisflokkinn eða Framsókn, einnig hefur Halldór Ásgrímsson gert sig að trúð.Við Íslendingar erum sett í flokk með mikið af gömlum kommalöndum sem treysta á styrki frá Bandaríkjunum.

VIÐ FRELSUM EKKI ÍRAK MEÐ ÞVÍ AÐ SPRENGJA ÞAÐ Í TÆTLUR