Sýkilinn að baki HABL er það sem kallað er kórónu-sýkill. Áður þessi nýja útgáfa af honum varð til þá voru aðeins tveir frekar vægir kórónu-sýklar í umferð sem herjuðu á fólk, annar gefur okkur kvef en hinn niðurgang. Í fréttaflutningi erlendra jafnt sem innlendra fjölmiðla hefur því verið slegið föstu að HABL hafi ferðast frá dýrum til manna, en það kann að vera alrangt.

Flensur byrja venjulega í Kína á svæði þar sem fólk, fuglar, svín og fiskar búa í miklu návígi – þar sem hver skepnan étur aðra (og úrgang, þar sem nýr kokteill sýkla sér dagsins ljós með stuttu millibili og nýjar flensur verða til á hverju ári. Þegar HABL spratt upp á sömu slóðum þá var skiljanlegt að fólk skyldi hafa haldið að sama ferlið væri að endurtaka sig. Sannleikurinn er hins vegar sá að kóróna-sýklar hafa aldrei svo vitað sé flutt sig á milli dýrategunda eða frá dýrum til manna. Meinlausir kóróna-sýklar eru algengir og því líklegast að einn slíkur sem lengi hefur verið viðloðandi mannslíkamann hafi skyndilega breytt sér verulega.

Ástæðan fyrir að ég ber þetta upp er sú að það stórhættulegt að bera HABL saman við flensu. Versta flensa síðustu alda – sú sem felldi tugmilljónir árið 1918 – drap ekki nema 2% þeirra sem lögðust. Gallinn var bara sá að nær allir smituðust. En allir sem lifðu urðu ónæmir fyrir þessari tegund flensu, sýkillinn dó út og heimurinn sá vægari flensur í 75 ár. Kóróna-sýkill breytir sér hins vegar stöðugt og þess vegna fá margir kvef á hverju ári. Vörn sem líkaminn byggði upp í fyrra er gagnslaus í ár. HABL á eftir að hegða sér alveg eins og í hvert skipti sem faraldurinn gengur yfir þá standa allir jafn berskjaldaðir gagnvart honum. Ef HABL nær verulegri fótfestu þá er miklu rökréttara að bara faraldurinn saman við Svarta dauða heldur en flensu. HABL drepur 5-6% sjúklinga núna, en sú tala á eftir að hækka eða lækka þegar sýkilinn breytir sér.

HABL verður að kæfa í fæðingu, annars voðinn er vís.