Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Íslenskan virkar ekki í OpenOffice

í Linux fyrir 19 árum
Já Þ lítur svona út: þ Ö lítur svona út: Ãö Þetta getur hafa komið þegar ég keyrði up2date því þá keyrði hún inn nýja útgáfu af OpenOffice. Það er alltaf einhver IME Status stika í gangi. Megnið af því sem hægt er að velja á henni eru einhver asíu letur. Allt annað en íslenska letrið er í lagi. Kveðja, Thein

Re: Error repairs á IDE HD

í Linux fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Hefurðu skoðað top Kv, Thein

Re: Loada html skjali í opinn glugga

í Vefsíðugerð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Það virkaði þakka þér fyrir. kveðja, Thein

Re: Spilltir og ósannsöglir stjórnmálamenn

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Varðandi þessar tilraunir til að múta Davíð (að hans sögn) vil ég segja. Nú fyrst hann hefur lagt málið fram á þennan hátt þá verður að fara lögreglurannsókn á málinu. Það er ekki hægt annað. Lögreglan getur ekki fengið slíkar alvarlegar upplýsingar um tilraun til að múta embættismanni og ekki gert neitt í því. Þá kemur í ljós hvort eitthvað sé á bak við þessar ásakanir sem eru mjög alvarlegar. Davíð verður þá að hafa haldbær gögn til að styðja sitt mál. Annars er hægt að kæra hann fyrir...

Re: PHP sjálfstætt keyrsluforrit

í Vefsíðugerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þetta virkaði fínt. Þakka þér fyri

Re: Upplausn

í Linux fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Keyra Xconfigurator Mig minnir að það sé ekki æskilegt að keyra Xconfigurator í gluggaumhverfi þess vegna þarf að breyta. /etc/inittab breyta 5 í 3 þar sem er id:3:initdefault: og enduræsa. Síðan getur þú keyrt Xconfigurator Ég vona að þetta hjálpi :)

Re: Ximian Gnome skjáskot

í Linux fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þetta lítur vel út kde 3.0 er líka orðið helv. flott :)

Re: Átök ýmissa þjóðernisbrota: Innflutt vandamál

í Deiglan fyrir 22 árum
Við vesturlandabúar erum alltaf að kvarta undan innflutningsvanda. Við eigum samt töluverðan þátt í þessum flóttamannavanda. Hvað á t.d. að gera við allt það fólk sem býr í flóttamannabúðum eftir innrás BNA í Afganistan. Við erum sífellt að raska búsetu fólks með einhverjum stríðsrekstri. Það er verið dæma réttilega í málum Milosevic sem stóð fyrir verulegu búferlaflutningum í fyrrum Júgóslavíu. Af hverju er ekki gert það sama við Arial Sharon sem stendur fyrir því að reka fólk frá heimilum...

Re: Hvað er málið með alla þessa linux töffara?

í Linux fyrir 22 árum
Það er allveg augljóst að Linux er mikið stöðugra stýrikerfi en Windows. Það sem háir Linux er hversu erfitt er að setja hluti upp. T.d. KDE 3.0 sem kom út í fyrradag. Það eru mjög lélegar leiðbeiningar sem fylgja. Þessir .rpm pakkar hafa örugglega aðeins verið prufaðir fyrir eina uppsetningu á vél.

Re: Óhindruð tjáning

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það sem máli skiptir er að aðstandendur geti sett þennan hrylling að baki sér og haldið áfram með sitt líf. Ekki voru það aðstandendur sem brutu af sér. Þeir treysta á dómskerfið til að koma þessum manni úr lífi sínu allavega næstu 10 árin. En þegar morðinginn er fljótlega eftir þennan hræðilega atburð er farin að gaspra í útvarpi eins og hann iðrist einskins, það hefur mjög slæm áhrif á aðstandendur. Þetta er bara dæmigert fyrir fjölmiðla í dag. Það er sífellt verið að keppa um áhorf og...

Re: Óhindruð tjáning

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ef ég hefði verið náið skyldmenni þess látna, þá hefði mér ekki liðið vel yfir því að hlusta á þennan mann vera að vorkenna sjálfum sér í útvarpi/sjónvarpi. Ég held að þáttagerðamenn verða að taka tillit til þeirra sem hafa þurft að líða fyrir þennan atburð. Er niðurstaða dómsins yfir þessum manni refsing eða betrun. Ég vil leyfa mér að halda að það hljóti að vera refsing.

Re: Njósnarnet Ísraela

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Þetta er meira líkara handriti fyrir X-files þátt heldur en einhverjum raunveruleika. Annars er svo mikill áróður í allar áttir um þessar mundir að maður veit ekki lengur hverju maður á að trúa. Annars virðist það vera þannig að forseti BNA er örugglega ófrjálsasti maður í BNA. Öll samtöl Nixons voru hljóðrituð. Maður veit aldrei hvort það hafi verið með hans samþykki eða ekki. Það var saksóknari settur til höfuðs Clinton. Maður veit aldrei hvað hann hafi haft leyfi til að gera eða hafi gert...

Re: Össur

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það er alveg fáránlegt að eftir að Hreinn Loftsson ríkur niður á mogga með bréfið þá fer Jóhannes í Bónus að væla yfir því að þetta hafi verið gert að póltísku máli. Hann var samþykkur að þetta bréf yrði sent. Ég hefði haldið það að senda þetta bréf í helsta málgagn sjálfstæðisflokksins núna rétt fyrir kosningar í Reykjavík myndu örugglega gera þetta að pólitísku máli. Ég get ímyndað mér að Jóhannnes vilji ekki fæla frá viðskiptavini samfylkingunni. En þegar hann blandar sér í...

Re: libphp4.so

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Fann það sjálfur. Það vantar s í with-apxs=

Re: Linux RedHat

í Linux fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hvernig partionaru diskinn. Hvað notarðu stórt svæði undir /boot / og /va

Re: libphp4.so

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
./configure –prefix=/slod –enable-ftp –with-apx=/slodtilapx/apxs –enable-sysvsem –enable-debug=no –enable-track-vars –with-mysql=/slodtilmysql/mysql –with-gd=/gdslod –with-png-dir=/pngslod –with-zlib-dir=/zlibslod Það er enginn villa gefin í make aðgerd. Það virðist allt saman ganga vel nema hún byr ekki til libphp4.so.

Re: Það að vita

í Heimspeki fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Er ekki í rauninni allveg helling sem við vitum án þess að við lítum á það sem þekkingu. Tökum það sem sjálfsagðan hlut og það er ætlast til að við gerum það. Maður sem er vitur veit meira en það sem almúginn veit. Þekking sem nægir okkur til að draga fram lífið þykir ekki merkileg. En væri nóg til að fylla nókkuð mörg gígabæt af diskaplássi. Það er talað um að vits sé þeim þörf er víða rata. En mönnum finnst að ekki þurfi vit til að vera heima.

Re: Áhugahnefaleikafólk ATH!!!!!!!!!!!!!!!

í Box fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það er bara oft þannig að þó þetta séu kallaðar sjálfsvarnaríþróttir (júdó,Box…) þá er það oft þannig að þessir menn virðast þurfa að fá útrás fyrir íþrótt sína utan hringsins. Þar bendi ég mínu máli til stuðnings t.d. júdókappa sem sumir hafa fengið útrás við að taka menn svæfingartaki í dyravörslu á skemmtistöðum. Það virðist vera móttó í boxinu að hversu fáar sellur menn hafa í höfðinu þá virðist alltaf mega setja þá í boxhring til að berjast. Mínu máli til stuðning bendi ég á Tyson....

Re: Áhugahnefaleikafólk ATH!!!!!!!!!!!!!!!

í Box fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Box er ekki íþrótt. Það er orðið nóg af alvarlegum ofbeldisglæpum í þjóðfélaginu þó ekki sé verið að ýta undir árasarhneigð manna með því að leyfa þennan fjanda. Síðan bíða menn spenntir eftir því að sjá geðbilan mann berjast. Ég held að það sýni það betur en nokkuð annað að þetta er mikið frekar skrípaleikur en íþrótt.

Re: Áhugahnefaleikafólk ATH!!!!!!!!!!!!!!!

í Box fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Verða ekki allir kýldir sem mæta. Eða eins og þessi íþrótt er að þróast bitnir í eyra eða fót

Re: Námskeið?

í Linux fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Endurmentunarstofun HÍ er með námskeið í Linux

Re: Eg er ekki heimskur

í Linux fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Hefurðu prófað linux boot diskettu og keyrt fdisk frá henni

Re: HJÁLP

í Linux fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þú verður að eyða linux partition frá linux stýrikerfinu með fdisk og síðan formatera diskinn. Keyra síða fdisk/mbr í dos til að hreinsa master boot record.

Re: kde 2.2.2

í Linux fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Er búinn að setja 2.2.2 inn. Ég er ekki frá því að það muni töluverðu í hraða. Útlitslega hefur það lítið breyst

Re: Installa af ISO image á FAT32 diski

í Linux fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þetta er sjálfsagt ekki hægt nema að breyta iso image skránni í venjulegan windows skráar strúktur á FAT32 disknum sem er sjálfsagt hægt með hugbúnaði sem ég veit ekki hvar hægt er að fá. Síðan þarf að keyra install í text mode velja method hard drive installation og gefa stadsetninguna á RedHat directory. En ég held að það sé auðveldara að reyna betla einhverstaðar RH CD disk
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok