Ég var að skoða skoðunarkönnunina “hvað veistu” og ég fór að hugsa… hvað er að vita? Veit maður eitthvað í raun og veru? Þú getur talið þig vita heilan helling… en veistu það í raun og veru? Ég man eftir því að ég horfði einhvertíman á myndina MIB eða Man in Black, og þá tók ég sérstaklega eftir einu sem einn kallinn sagði. Ég man ekki nákvæmlega hvað það var, en það var einhvern vegin svona: “Einu sinni í gamla daga ”vissu“ menn að jörðin væri flöt, núna ”vitum“ við að jörðin er hnöttótt… geturu ímyndað þér hvað menn ”vita“ eftir 1000 ár?”
Vitum þykjumst geta nærri allt með nútíma tækni og ég viðurkenni alveg að við getum heilan helling… en hvað “vitum” við í raun og veru? Eins og ég var að lesa áðan á dulspeki, sagði viktororri orðrétt: “Ef að heilinn væri nógu einfaldur til að við gætum skilið hann værum við of heimsk til að skilja hann!”
Hvað þykjumst við vita? Við vitum ekkert með vissu jafnvel þótt við höfum góðar heimildir fyrir því!
Svo er líka eitt sem ég var að pæla… maður getur “vitað” hluti þótt að maður viti þá í raun ekki því maður “veit” þá á röngum forsendum… smá dæmisaga:
Ef ég kem heim úr skólanum og sé skó sem hann hef ekki séð áður við útidyrnar. Þá reikna ég með að systir sín sé með einhverja vinkonu hjá sér og tel mig “vita” það. Þegar ég kem svo inn sé ég að ein vinkona systur minnar stendur þar. Sem sagt ég hafði rétt fyrir mér… EN… þegar ég lít betur… sé ég að vinkonan er á skónum inni, svo hún átti ekki skóna við útidyrnar heldur var systir mín að kaupa sér skó fyrr um daginn sem ég hafði ekki séð áður.
Ef þetta gerðist, myndi ég “vita” að það væri vinkona hjá systur minni, þótt ég ætti í raun ekkert að vita það… það væri nefnilega rangt að vinkonan ætti skóna… en hún var samt í heimsókn…
Þetta er kannski orðið frekar flókið… ég veit ekki hvort einhver skilur um hvað ég er að tala!